Sigrún Gísladóttir, TF1YL (áður TF3YL), er látin. Fregnir þessa efnis bárust félaginu þann 21. apríl frá Haraldi Þórðarsyni, TF3HP.
Sigrún var handhafi leyfisbréfs nr. 62 og félagsmaður í Í.R.A. um árabil. Hún var fyrsta konan á Íslandi sem náði amatörprófi og varð C-leyfishafi árið 1971. Eiginmaður hennar var Hallgrímur Steinarsson (Haddi), TF3HS, sem féll frá árið 2006. Þau hjón voru bæði í framvarðarsveit félagsins um langt árabil og verðugir fulltrúar sem okkar fyrsta “YL/OM team”.
Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Sigrúnar hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar.
TF2JB
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!