,

Sigrún Gísladóttir, TF1YL, er látin.

Sigrún Gísladóttir, TF1YL (áður TF3YL), er látin. Fregnir þessa efnis bárust félaginu þann 21. apríl frá Haraldi Þórðarsyni, TF3HP.

Sigrún var handhafi leyfisbréfs nr. 62 og félagsmaður í Í.R.A. um árabil. Hún var fyrsta konan á Íslandi sem náði amatörprófi og varð C-leyfishafi árið 1971. Eiginmaður hennar var Hallgrímur Steinarsson (Haddi), TF3HS, sem féll frá árið 2006. Þau hjón voru bæði í framvarðarsveit félagsins um langt árabil og verðugir fulltrúar sem okkar fyrsta “YL/OM team”.

Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Sigrúnar hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 + 10 =