,

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl n.k.

Ljósmynd frá vel heppnuðu erindi á vetrardagskrá félagsins 11. febr. s.l. Ljósm.: TF3LMN.

Flutningsmenn voru þeir Sigurður Rúnar Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3Y.

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl n.k. og ber að þessu sinni upp á sunnudag. Þann mánaðardag árið 1925 voru alþjóðasamtök radíóamatöra, International Radio Amateur Union, I.A.R.U., stofnuð. Einkunnarorðin eru að þessu sinni (í lauslegri þýðingu) “Amatör radíó: Fjarskiptareynsla og stafræn tækni nútímans”.

Í tilefni alþjóðadagsins verður félagsaðstaðan við Skeljanes opin á sunnudag frá kl. 10-12. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three − one =