Íslandsvinurinn John Devoldere, ON4UN hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Claude, ON4CK, formaður landsfélags radíóamatöra í Belgíu (UBA) tilkynnti um lát hans í dag, þriðjudaginn 10. nóvember. John var á 80. aldursári.
Margir íslenskir leyfishafar þekktu John og höfðu sambönd við hann í gegnum áratugina en John var mikill CW maður, auk þess að vera virkur á SSB. Hann átti langan feril innan UBA og var þar í trúnaðarstörfum frá árinu 1963 uns hann var skipaður heiðursformaður UBA árið 2009. John var mikilhæfur í skrifum um málefni radíóamatöra og skrifaði m.a. bækur um loftnet og útbreiðslu radíóbylgna. Hann heimsótti Ísland síðast árið 2011.
Um leið og við minnumst Johns með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!