LOKAÐ Í SKELJANESI 12. NÓVEMBER
Stjórn félagsins hefur ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð næsta fimmtudag, 12. nóvember vegna Covid-19.
Vísbendingar eru um að sóttvarnalæknir muni slaka á kröfum vegna farsóttarinnar í nýrri umsögn til heilbrigðisráðherra 16. nóvember n.k. (eða fyrr). Gangi mál á besta veg, ættum við að geta opnað á ný 19. nóvember n.k.
Stjórn félagsins hefur rætt um að bjóða upp á starfsemi á vegum félagsins yfir netið. Ákvörðun þess efnis verður kynnt sérstaklega verði útséð með opnun 19. nóvember n.k.
Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!