,

VIÐTÆKIÐ Í BLÁFJÖLLUM KOMIÐ Í LAG

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A  tilkynnti á FB síðum í kvöld 10. nóvember að KiwiSDR viðtækið í Bláfjöllum væri komið í lag.

Viðtækið var upphaflega sett upp 27. júní s.l. með bráðabirgðaloftneti . Þann 8. október því skipt út fyrir nýtt LW loftnet en þá komu upp truflanir þar sem mikið RF svið er á fjallinu. Viku síðar, 15. október var á ný lagt á fjallið og sérstök sía tengd við loftnetið. Það gekk vel og hefur viðtækið síðan haft truflanafría viðtöku á tíðnisviðinu frá 1,6 til 30 MHz. Hins vegar hefur gengið misvel að tengjast viðtækinu yfir netið. Í dag, 10. nóvember, tókst hins vegar að staðsetja bilunina og er aðgangur nú hnökralaus.

Vefslóðir á Bláfjöll eru: http://bla.utvarp.com   og  http://blafjoll.utvarp.com

Hin tvö KiwiSDR viðtækin sem eru virk í dag yfir netið, eru staðsett á Bjargtöngum í Vesturbyggð, vestasta tanga Íslands og ysta oddi Látrabjargs og á Raufarhöfn. Vefslóðir:

Bjargtangar: http://bjarg.utvarp.com
Raufarhöfn: http://raufarhofn.utvarp.com

Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A, Georg Kulp TF3GZ og Árna Helgasyni TF4AH ásamt fleirum fyrir verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Myndin er af aðstöðunni í Bláfjöllum sem er í 690 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − 3 =