,

Góð mæting og góðir gestir í Skeljanesi

Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 29. ágúst. Heiðursgestir kvöldsins voru Thomas W. Brooks, KE1R og XYL Rosemarie Bagioni, N1DSP frá Connecticut í Bandaríkjunum. Ennfremur kom Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, á staðinn en hún er í stuttri heimsókn á Íslandi um þessar mundir.

Þau hjón búa steinsnar frá aðalstöðvum ARRL í Connecticut og starfar Tom þar m.a. sem sjálfboðaliði og Rosemarie er virk í neyðarfjarskiptum radíóamatöra þar um slóðir. Þau voru afar ánægð með ferðina til Íslands og áttu vart nógu sterk orð um fegurð náttúru landsins.

Þau voru jafnframt mjög ánægð með að hitta svo marga íslenska leyfishafa, en 24 félagsmenn mættu í Skeljanes þetta síðasta kvöld ágústmánaðar.

Tom KE1R í fjarskiptaherbergi félagsins. Hann var afar ánægður með að ná samböndum frá TF3IRA við vini sína heima í Connecticut. Hann sagði að fjarskiptaaðstaðan væri fyrsta flokks hjá félaginu. Ljósmynd: TF3JB.
Rosemarie N1DSP átti gott samtal við Eínu TF2EQ. Hún er mjög áhugasöm um allt í sambandi við amatör radíó og er m.a. virk í neyðarfjarskiptum í Connecticut. Ljósmynd: TF3JB.
Við stóra borðið. Frá vinstri (næst myndavél): Einar Kjartansson TF3EK, Jón Björnsson TF3PW, Benedikt Sveinsson TF3T, Baldvin Þórarinsson TF3-033, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Bernhard M. Svavarsson TF3BS. Ljósmynd: TF3JB.
Vel fór á með þeim Jóni E. Guðmundssyni TF8-020 og Hans Konrad Kristjánssyni TF3FG í leðursófasettinu. Ljósmynd: TF3JB.
Ólafur Örn Ólafsson TF1OL og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS litu upp eitt augnablik frá umræðum um loftnet. Ljósmynd: TF3JB.
Bernhald M. Svavarsson TF3BS og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A. Ari hélt áfram stillingum þetta fimmtudagskvöld á búnaði TF3IRA til fjarskipta um Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið. Fróðlegt og áhugavert var að heyra hann hafa sambönd, m.a. við radíóamatöra í Suður-Afríku um gervitunglið. Góður styrkur, ekkert QSB o.s.frv. sem vaninn er að þurfa að lifa við á HF-böndunum. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 2 =