Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 29. ágúst. Heiðursgestir kvöldsins voru Thomas W. Brooks, KE1R og XYL Rosemarie Bagioni, N1DSP frá Connecticut í Bandaríkjunum. Ennfremur kom Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, á staðinn en hún er í stuttri heimsókn á Íslandi um þessar mundir.
Þau hjón búa steinsnar frá aðalstöðvum ARRL í Connecticut og starfar Tom þar m.a. sem sjálfboðaliði og Rosemarie er virk í neyðarfjarskiptum radíóamatöra þar um slóðir. Þau voru afar ánægð með ferðina til Íslands og áttu vart nógu sterk orð um fegurð náttúru landsins.
Þau voru jafnframt mjög ánægð með að hitta svo marga íslenska leyfishafa, en 24 félagsmenn mættu í Skeljanes þetta síðasta kvöld ágústmánaðar.






Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!