,

Snyrt til við innganginn í Skeljanesi

Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33, mætti í Skeljanes upp úr hádeginu í dag (29. ágúst). Á dagskrá var að hreinsa til og gera snyrtilegt við húsið sjálft og við innganginn. Verkið gekk hratt og fljótt fyrir sig og er nú orðið boðlegt fyrir félagsmenn og gesti að heimsækja staðinn.

Leigumarkaður BYKO í Breidd sá okkur fyrir Honda sláttuorfi með öflugum bensínmótor, en Baldi kom færandi hendi með stunguskóflu og rakstursáhöld heiman að frá sér.

Bestu þakkir til Baldvins fyrir vel unnið verk.

Skeljanesi 29. ágúst. Baldvin Þórarinsson TF3-033 beitir sláttuorfinu á óæskilegan gróður. Grasvöxturinn upp við húsið var einnig fjarlægður.
Þegar gangstéttarhellurnar voru settar við innganginn í húsið í fyrrahaust (2018) gekk allt vel um hríð. En síðan fór regnvatn að safnast fyrir til hliðar við hellurnar þar sem Baldi beitir rekunni og smám saman stíflaðist rásin að niðurfallinu sem er hinum megin við vegginn. Baldi hreinsaði þetta allt burt sem þýðir að á ný verður hægt að ganga inn í húsið á blankskóm þótt rigni verulega mikið.
Hvílíkur munur! Allt annað og snyrtilegra er nú að nálgast innganginn í félagsaðstöðuna. Sjá má t.d. að illgresið sem áður var upp við húsvegginn er allt farið. Baldvin sagðist nokkuð ánægður en benti jafnframt á að næst mætti huga að því að mála, a.m.k. trévegginn þar sem TF3IRA skiltið er fest. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 − eight =