,

Góðar fréttir fyrir radíóamatöra

Fundi í undirbúningsnefnd ITU vegna tíðniákvörðunarráðstefna ITU 2019 og 2023 (WRC) lauk í Ankara í Tyrklandi í gær, 29. ágúst.

Meðal mála sem varða tíðnisvið radíóamatöra, er léttir að skýra frá því að tillögu franskra stjórnvalda um hugsanlegan aðgang flugþjónustunnar að 144-146 MHz bandinu (mál vegna WRC 2023), var felld á fundinum.

Í annan stað verður tillaga um úthlutun 50-52 MHz bandsins til radíóamatöra tekin á dagskrá á ráðstefnunni 2019, á víkjandi grundvelli, með neðanmálsgrein um lönd sem munu heimila sínum leyfishöfum að fá ríkjandi aðild að tíðnisviðinu 50-50.5 MHz.

ÍRA þakkar Póst- og fjarskiptastofnun fyrir stuðninginn við ofangreind mál (og fleiri) á þessum vettvangi. Síðast, en ekki síst, ber að þakka fulltrúum radíóamatörþjónustunnar, IARU, fyrir góðan undirbúning og skeleggan málflutning.

Nánar verður fjallað um þessi mál (og fleiri) í næsta hefti CQ TF (4. tbl. 2019) sem kemur út sunnudaginn 29. september n.k.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 + 17 =