,

Góð mæting í Skeljanes og góðar gjafir

Opið hús var í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 11. júlí.

Að venju var mikið rætt yfir kaffinu, m.a. um mismunandi loftnet, hæð yfir jörðu, fæðilínur, útgeislun og útgeislunarhorn, kóaxkapla og tengi (enda er júlímánuður = loftnetamánuður).

Einnig skoðuðu menn dót sem nýlega hefur borist félaginu frá þeim Garðari Gíslasyni TF3IC, Carl Jóhanni Lilliendahl TF3KJ og NN, sbr. myndir.

Alls mættu 14 félagar í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld.

Menn voru sammála um að loftnet eru það sem skiptir öllu máli í DX’inum! Frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Rúnar Þór Valdimarsson TF3RJ, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB. Hægra megin borðs: Óskar Sverrisson TF3DC, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Baldvin Þórarinsson TF3-033. Fyrir enda borðs; Mathías Hagvaag TF3MH. Mynd: TF3JB.
Dót sem barst til félagsins s.l. mánudag. Gefandi er ókunnur (NN). Margt leyndist í kössunum sem mönnum leist vel á og getur hentað vel til smíða. Mynd: TF3JB.
Þetta Philips viðtæki fylgdi einnig frá NN. Mynd: TF3JB.
Rúllurnar í plastpokunum eru frá Carl Jóhanni Lilliendahl, TF3KJ. Mynd: TF3JB.
Pye Westminster VHF stöðvarnar þrjár eru frá Garðari Gíslasyni TF3IC. Mynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − 9 =