,

APRS og Oscar 100 búnaður keyptur

Stjórn ÍRA samþykkti á fundi sínum nýlega, að heimila félagssjóði kaup á eftirfarandi búnaði frá Microsat í Póllandi:

Microsat WX3in1 Mini APRS Advanced Digipeater/I-gate (2 stk.)
PLXDigi – APRS Digipeater (2 stk.)

Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, setti fram beiðni til félagsins f.h. APRS hópsins. Hann segir, að búnaðurinn muni þétta kerfið og auka gæði og notkunarmöguleika og m.a. nýtast við tengingu Motorola GM-300 stöðva, en hópurinn fékk nýlega átta slíkar stöðvar að gjöf. Í bígerð er m.a. uppsetning I-gate á Akureyri og Digipeater á Þorbjörn við Grindavík.

Á sama fundi voru ennfremur heimiluð kaup á QO100 transverter frá PE1CMO í Hollandi ; „A complete transverter with 25 MHz reference oscillator for the LNB, a lownoise down converter from 739 to 432 MHz and a upconverter from 432 to 2400 MHz, double filtered and a 20 Watt amplifier“. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins, samdi um afsláttarverð fyrir félagið á Ham Radio sýninguni 2019 í Friedrichshafen.

APRS búnaðurinn kostar um 45 þús. krónur og Oscar-100 búnaðurinn um 118 þús. krónur (með aukabúnaði og tengjum). Uppgefið verð er með flutningi og gjöldum á Íslandi.

Myndin sýnir ofan í vatns- og rakaþéttan kassann með transverter’num frá PE1CMO.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × three =