,

TF8KY KYNNIR VHF-UHF LEIKANA 2019

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður VHF-UHF leikanna, mætir í Skeljanes fimmtudaginn 18. júlí og kynnir og fer yfir reglurnar fyrir leikana sem verða um næstu helgi, 20.-21. júlí.

Leikurinn hefst 20. júlí kl. 00:01. Keli segist gera ráð fyrir að margir muni byrja af krafti á slaginu miðnætti.

Tilkoma nýja Oscar 100 gervitunglsins hefur hvatt amatöra til að koma upp búnaði fyrir 13cm bandið. Þessu bandi verður bætt við í leikjasíðuna ef einhverjir vilja prófa QSO til stiga á 13cm.

Keli segir að þetta verði létt spjall á sumarkvöldi og ætlar að byrja kl. 20:30.

Mætum tímanlega. Vandaðar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 + 10 =