,

FRAMKVÆMDIR Í BLÁFJÖLLUM

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í Bláfjöll í gær, fimmtudaginn 8. október. Fyrra verkefnið var að gera endurvarpann TF3RPB kláran fyrir veturinn með því að lækka og ganga betur frá loftneti stöðvarinnar, en mikil ísing er á fjallinu.

Strákarnir settu loftnetið upp 23. júlí s.l., sem er frá Kathrein, samsett úr  tveimur lóðréttum „folded“ tvípólum sem eru fasaðir saman sem hefur komið mjög vel út.

Síðara verkefnið var að skipta út loftneti fyrir KiwiSDR viðtækið sem sett var upp á fjallinu 27. júní s.l., með bráðabirgðaloftneti. Skipt var út láréttum tvípól fyrir langur vír, sem er strekktur á milli tveggja steina í fjallshlíðinni til að standast veðurálagið í vetur.

Þakkir til þeirra félaga Ara og Georgs fyrir dugnaðinn og frábært framlag.

Stjórn ÍRA.

(Til vinstri: Katherein loftnetið frágengið. Ljósmynd: TF1A.)

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í Bláfjöllum þegar Kathrein loftnetið var sett upp 23. júlí s.l. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
Georg Kulp TF3GZ í Bláfjöllum 8. október. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × four =