Nýtt kallmerki ÍRA, TF3WARD, var virkjað í fyrsta skipti á Alþjóðadag radíóamatöra 18. apríl í ár.  Viðskeytið stendur fyrir World Amateur Radio Day. Kallmerkið var starfrækt til að halda upp á stofndag alþjóðasamtaka landsfélaga radíóamatöra, IARU, sem stofnuð voru í París, árið 1925.

Með virkjun þessa kallmerkis fetuðum við í fótspor systurfélaganna á Norðurlöndum (og víðar) sem starfrækja sérstök kallmerki með hliðstæðum viðskeytum til að halda upp á stofndag IARU.

QSL kort hefur nú verið hannað fyrir TF3WARD. Það er Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS sem á heiðurinn af því. Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri félagins var með í ráðum og Ársæll Óskarsson, TF3AO mun hafa milligöngu með prentun hjá Gennady, UX5UO. Áður hafði Óskar Sverrisson, TF3DC annast innsetningu á LoTW og Yngvi Harðarsson, TF3Y innsetningu á QRZ.

Bestu þakkir til allra viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 + seven =