,

Forgangsaðgangur og auknar aflheimildir á 40 metrunum…

Í dag hafa radíóamatörar fengið forgangsaðgang 1 og auknar aflheimildir á 40M bandinu. Póst- og fjarskiptastofnunin hefur staðfest að íslenskir leyfishafar hafa nú forgangsaðgang að 7,1 til 7,2 MHz og sömu aflheimildir og gilt hafa á 7,0-7,1 MHz áður, þ.e. 100W fyrir N-leyfishafa og 1KW fyrir-G leyfishafa. Í ljósi þessara breytinga hefur IARU Region 1 kynnt nýtt bandplan (sem samþykkt var á ráðstefnunni í Króatíu í nóvember 2008); sjá nánar eftirfarandi link: http://www.iaru-r1.org/index.php?option=com_content&view=article&id=175&Itemid=127

Þetta er ánægjuleg viðbót enda oft þröngt á 40M bandinu, einkum í alþjóðlegum keppnum, en sér í lagi vegna útvarpsstöðva á 7.100 til 7.200 MHz sem allt til 29. mars 2009 höfðu forgangsaðgang en nú hefur þeim verið gert skylt að flytja sig annað í tíðnisviðinu.

Til hamingju með daginn ágætu amatörar!

TF3HR

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − seven =