,

Neyðarfjarskiptaæfing – alþjóðadagur amatöra

Neyðarfjarskiptaæfing – alþjóðadagur radíóamatöra – opið hús

TF3JA og TF2WIN, ætla á morgun laugardaginn 18. apríl, að taka þátt í alheimsneyðarfjarskiptaæfingu radíóamatöra frá stöð félagsins, TF3IRA. Laugardagurinn er jafnframt alþjóðadagur amatöra og eru allir radíóáhugamenn hvattir til að nota tækifærið og kynna áhugamálið fyrir sem flestum.

Allir félagsmenn og aðrir radíóáhugamenn eru velkomnir til að taka þátt í æfingunni, koma og fylgjast með eða koma og hitta aðra félaga til að rabba.

Allar upplýsingar um æfinguna er að finna hér á heimasíðu félagsins undir heitinu: Neyðarfjarskipti.

Siggi, TF2WIN, ætlar að vera með kynningu á neyðarfjarskiptum klukkan tvö.

ÍRA býður upp á kaffi og meðlæti að lokinni kynningu Sigga.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + 9 =