Entries by TF3HR - Hrafnkell Eiríksson

,

Próf til amatörréttinda

Félagið Íslenskir Radíóamatörar heldur í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun próf til amatörréttinda laugardaginn 10. apríl. Haldið verður bæði próf í rafmagns- og radíótækni svo og viðskiptaháttum- og reglum. Prófið verður haldið í Flensborgarskóla og hefst kl. 10:00 að morgni. Fyrst verður rafmagns- og radíótæknihlutinn lagður fyrir svo prófið í viðskiptaháttum- og reglum. Áhugsamir eru […]

,

Vefhlustun á 3,637MHz

Af tilefni ferðar 4×4 klúbbsins þvert yfir hálendi Íslands hef ég sett upp vefhlustun á tíðninni 3,637MHz. Viðtækið er statt í Grímsnesinu og sendir móttekna hljóðið yfir 3G nettengingu út á Internetið. Sjá nánar á síðunni Vefradíó 73 de TF3HRafnkell

,

Amatörpróf 23. janúar næstkomandi

Laugardaginn 23. janúar næstkomandi er fyrirhugað að halda amatörpróf fyrir þá sem vilja öðlast réttindi sem amatörar eða auka réttindi sýn (úr N leyfi í G leyfi). Raf- og radíótækniprófið verður haldið í Flensborgarskóla (gengið inn norðanmeginn, sjá hér ) kl. 10:00 um morguninn og prófið í lögum og reglugerð ásamt viðskiptaháttum kl. 12:00. Þeir […]

,

Námskeið til undirbúnings radíóamatörprófs að hefjast

Nú fer námskeið til undirbúnings radíóamatörprófs á vegum félagsins Íslenskir radíóamatörar að hefjast. Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á að afla sér leyfis hjá Póst- og Fjarskiptastofnun sem radíóamatörar. Námskeiðið hefst þann 22. október kl 20:30 með kynningarkvöldi um hvað mun fara fram á námskeiðinu. Kennsla hefst svo þriðjudaginn 27. október kl 20:00. […]

,

Fréttir frá aðalfundi 2009

Aðalfundur Í.R.A. var haldinn 23. maí 2009 í félagsaðstöðnni við Skeljanes. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, m.a. kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt því að gerðar voru ýmsar samþykktir undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen TF3KX fundarstjóri og Yngvi Harðarson TF3Y fundarritari. Alls sóttu 25 manns fundinn samkvæmt skráningu […]

,

Forgangsaðgangur og auknar aflheimildir á 40 metrunum…

Í dag hafa radíóamatörar fengið forgangsaðgang 1 og auknar aflheimildir á 40M bandinu. Póst- og fjarskiptastofnunin hefur staðfest að íslenskir leyfishafar hafa nú forgangsaðgang að 7,1 til 7,2 MHz og sömu aflheimildir og gilt hafa á 7,0-7,1 MHz áður, þ.e. 100W fyrir N-leyfishafa og 1KW fyrir-G leyfishafa. Í ljósi þessara breytinga hefur IARU Region 1 […]

,

Hlustun á 3,633MHz á vefnum

Nú um helgina 7.-8. mars ætla félagar í 4×4 í ferð að miðju Íslands. Með í för verður Dagur Bragason TF3DB sem ætlar að vera á 3,633MHz eins og lesa má nánar um á spjall.ira.is. Í.R.A. ætlar að gera tilraun með að gera kleyft að hlusta á 3,633MHz frá vef félagsins. Viðtæki hefur verið tengt […]

,

Amatörbíó – Heimildarmynd um stafræna mótun á tali

Á fimmtudagskvöldið komandi, 4. desember býður ÍRA upp á amatörbíó. Sýnd verður heimildarmyndin “Digital Voice for Amateur Radio“. Áhugasamir geta sé sýnishorn hér fyrir neðan. Myndin fjallar bæði um stafræna mótun á tali á HF og VHF/UHF. VHF/UHF hlutinn fjallar að mestu um D-Star kerfið. Sýningin fer fram í húsakynnum Marel, Austurhrauni 9 í Garðabæ. […]

,

Vel heppnað LotW fræðslukvöld hjá TF3Y

Í gærkvöldi hélt TF3Y Yngvi Harðarson fræðsluerindi um stafræna QSL- og viðurkenningaþjónustu sem nefnist Logbook of the World (LotW). Yngvi fór yfir hvaða hugbúnað þarf að nota, hvernig sótt er um stafræn skilríki til ARRL, hvernig kvittað er undir logskrár og þær sendar inn í LotW kerfið. Einnig sýndi Yngvi hvernig hægt er að fylgjast […]

,

Vetrarstarf að hefjast

Nú er vetrarstarf ÍRA óðum að taka á sig mynd. Strax í næstu viku, fimmtudagskvöldið þann 25. september ætlar TF3Y Yngvi að halda erindi um staðfestingar á samböndum með stafrænum hætti, með aðstoð Logbook of the World. Þetta er það nýjasta í QSL málum og allir amatörar ættu að þekkja. Fleira spennandi er á döfunni […]