Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ Word-Wide WPX keppninni (SSB hluta) helgina 26.-27. mars 2011 og gekk
framúrskarandi vel. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) liggja nú fyrir og náði Sigurður 2. sæti yfir heiminn í
einmenningsflokki, hámarksafli, á 14 MHz. Heildarniðurstaða hans var 8,050,468 stig. Þessi árangur tryggir honum jafnframt
1. sætið í Evrópu í sínum keppnisflokki.

Sigurður notaði hámarks leyfilegan þátttökutíma í keppninni, eða 36 klst. en miðað er við 12 klst. lágmarkshvíld keppenda.
Hann var að jafnaði með 91,4 QSO á klst., sem samsvarar að meðaltali 1,8 samböndum á mínútu – allan þátttökutímann;
enda voru skilyrðin góð. Til marks um það má nefna, að hann gat haldið sömu vinnutíðni í 10 klst. samfleytt (QRG 14,154 MHz).
Sigurður notaði 4 staka ZX einbands Yagi loftnet í 20 metra hæð.

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði til hamingju með framúrskarandi góðan árangur.

Claude Golcman, FM5CY og XYL. Myndin er tekin í New York í fyrrahaust.

Claude Golcman, FM5CY, og XYL munu heimsækja Ísland í júnímánuði. Þau hjón eru væntanleg til landsins næstu daga og munu dvelja hérlendis í rúmar tvær vikur. Þau langar m.a. til að hitta íslenska radíóamatöra og munu koma í heimsókn í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní n.k. Claude er m.a. áhugamaður um neyðarfjarskipti og hefur tekið þátt í að skipuleggja aðkomu radíóamatöra að slíkum verkefnum á Martinique.

Claude býður okkur upp á myndasýningu og stutta kynningu á heimalandi sínu og mun erindi hans hefjast kl. 20:30 fimmtudaginn 16. júní. Hrafnhildur Heimisdóttir (dóttir Heimis Konráðssonar, TF1EIN) mun þýða yfir á íslensku.

Martinique (eða Martíník) er eyja í Karíbahafi, hluti af Litlu-Antillaeyjum. Hún er 1128 ferkílómetrar að stærð og er franskt umdæmi (handan hafsins) og hérað í Frakklandi. Eyjan varð frönsk nýlenda árið 1635. Joséphine de Beauharnais, kona Napóleons fæddist á Martinique árið 1763, dóttir franskra plantekrueigenda. Þar sem Martinique er hluti af Frakklandi er hún hluti af Evrópusambandinu, opinbert tungumál er franska (þótt margir eyjaskeggjar tali jafnframt “franska kreólsku” (Créole Matiniquais). Gjaldmiðillinn er evra.

Frá aðalfundi Í.R.A. sem haldinn var 21. maí s.l. á Hótel Sögu í Reykjavík. Ljósmynd: Gísli G. Ófeigsson, TF3G.

Öll gögn stjórnar félagsins frá aðalfundi 2011 hafa nú verið sett inn á heimasíðu félagsins. Undir aðalfundir.

 

F.h. stjórnar Í.R.A.

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

Á myndinni má sjá hluta nemenda sem mættu til prófs til amatörleyfis laugardaginn 28. maí 2011.

Á myndinni má sjá hluta nemenda sem mættu til prófs til amatörleyfis laugardaginn 28. maí 2011.

Próf til amatörleyfis fór fram í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes laugardaginn 28. maí. Alls þreyttu 18 nemendur prófið, þar af 17 í tækni og 14 í reglugerðum. 13 náðu fullnægjandi árangri til réttinda í tæknihlutanum (ýmist til N- eða G-leyfis) og allir 14 náðu fullnægjandi árangri til réttinda í reglugerðahlutanum.

Prófnefnd Í.R.A. annaðist framkvæmd að viðstöddum fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Prófið hófst kl. 10 árdegis á prófi í rafmagns- og radíófræði sem stóð til kl. 12 á hádegi. Um stundarfjórðungi síðar hófst próf í innlendum og erlendum reglum um viðskipti og aðferðir og reglum um þráðlaus fjarskipti áhugamanna sem stóð til kl. 14. Bæði prófin voru skrifleg.

Fulltrúar prófnefndar Í.R.A. á prófstað: Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður; Kristján Benediktsson, TF3KB; Kristinn Andersen, TF3KX; Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS; og Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM. Fulltrúi Póst- og fjarskiptastofnnar á prófstað: Bjarni Sigurðsson, verkfræðingur. Fulltrúar stjórnar Í.R.A. á prófstað: Kjartan Bjarnason, TF3BJ; Jónas Bjarnason, TF2JB; og Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.

Sæmundur TF3UA; Kristján TF3KB og Vilhjálmur TF3DX, ræða málin á prófstað í Skeljanesi.

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hófst þann 7. mars s.l. og lauk þann 25. maí s.l. Það var í umsjón Kjartans H. Bjarnasonar, TF3BJ. Þeir sem komu að kennslu á námskeiðinu ásamt Kjartani, voru: Andrés Þórarinsson, TF3AM; Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY; Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA; Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX; og Þór Þórisson, TF3GW.

Stjórn Í.R.A. færir Kjartani H. Bjarnasyni, TF3BJ, umsjónarmanni námskeiðsins og leiðbeinendum þakkir fyrir vel unnin störf. Það sama á við um Vilhjálm Þór Kjartansson, TF3DX, formann prófnefndar og prófnefndarmenn, sem sinntu störfum faglega og af alúð. Þá er Bjarna Sigurðssyni, fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar, þökkuð viðvera í prófinu.

TF2JB

 

Geri tilraun til þess að setja inn upplýsingar um fjölda korta sem send voru frá kortastofu ÍRA á árinu 2010 og fram til apríl mánaðar 2011.

Á síðasta ári voru send kort einu sinni til Kanada.  Kort sem send eru til Kanada eru send á hvert svæði, þ.e. VE1, VE2, VE3 o.s frv.  Það dugði einfalt umslag til þess að senda 50 grömm af kortum á hvert svæði fyrir sig nema VE3, þangað fóru 75 grömm.  Það lætur nærri að 15  kort komist fyrir í bréfi sem vegur 50 grömm.  Áætlaður fjöldi korta sem send voru á tímabilinu er 8.355 kort, eða 27,85 kg. 73  TF3SG

Stjórn Í.R.A. 2011-2012: Frá vinstri (standandi): Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, ritari; Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður; Gísli G. Ófeigsson, TF3G, gjaldkeri; og Guðmundur Sveinsson, TF3SG, varastjórn. Frá vinstri (sitjandi): Benedikt Sveinsson, TF3CY, meðstjórnandi; Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, varaformaður; og Erling Guðnason, TF3EE, varastjórn. Myndin er tekin í fjarskiptaherbergi Í.R.A. 26. maí 2011. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Í.R.A. starfsárið 2011-2012 var haldinn fimmtudaginn 26. maí 2011 í félagsaðstöðunni við Skeljanes.
Stjórnin skipti með sér verkum á fundinum og er skipan embætta sem hér segir á nýju starfsári:

Embætti

Nafn stjórnarmanns

Kallmerki

Leyfisbréf

Formaður Jónas Bjarnason
Unknown macro: {center}TF2JB

Unknown macro: {center}80

Varaformaður Kjartan H. Bjarnason
Unknown macro: {center}TF3BJ

Unknown macro: {center}100

Ritari Sæmundur E. Þorsteinsson
Unknown macro: {center}TF3UA

Unknown macro: {center}90

Gjaldkeri Gísli G. Ófeigsson
Unknown macro: {center}TF3G

Unknown macro: {center}105

Meðstjórnandi Benedikt Sveinsson
Unknown macro: {center}TF3CY

Unknown macro: {center}200

Varastjórn Erling Guðnason
Unknown macro: {center}TF3EE

Unknown macro: {center}187

Varastjórn Guðmundur Sveinsson
Unknown macro: {center}TF3SG

Unknown macro: {center}315

Á fundinum var jafnframt staðfest skipan embættismanna sem skýrt verður frá innan tíðar, auk annarra mála.

Hluti fundargagna sem lögð voru fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var að Hótel Sögu þann 21. maí 2011.

Eftirtalin gögn frá aðalfundi 2011 eru komin inn á heimasíðu félagsins:

(1) Skýrsla formanns um starfsemi félagsins 2010-2011.
(2) Ársreikningur félagssjóðs fyrir fjárhagsárið 2010-2011.
(3) Fundargerð aðalfundar félagsins haldinn 21. maí 2011.

Hægt er að nálgast gögnin því að fara undir veftré og leit og smella á Félagið og velja Aðalfundur 2011.

Gögnin má einnig nálgast með því að smella á eftirfarandi hlekk: http://www.ira.is/fundargerdir/adalfundir/

Morshluti CQ World-Wide WPX keppninnar fer fram helgina 28.-30. maí n.k. Keppnin er tveggja sólahringa keppni og hefst kl. 00:00
laugardaginn 28. maí og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 30. maí. Keppnin fer fram á eftirtöldum böndum: 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz.
Í boði eru fjórir keppnisflokkar:

Keppnisflokkur

Undirflokkar

Annað

Einmenningsflokkur (a) Allt að 1500W; (b) allt að 100W; og (c) allt að 5W Sjá skýringar í keppnisreglum
Einmenningsflokkur, aðstoð (a) Allt að 1500W; og (b) allt að 100W Sjá skýringar í keppnisreglum
Einmenningsflokkur, “overlay” (a) “Tribander/single element” og (b) “Rookie” Sjá skýringar í keppnisreglum
Fleirmenningsflokkur (a) Einn sendir; (b) tveir sendar; og (c) enginn hámarksfjöldi senda Sjá skýringar í keppnisreglum

Keppnisreglur (á ensku): http://www.cqwpx.com/rules.htm

Tilkynningar um þátttöku: http://www.his.com/~wfeidt/Misc/wpxc2011.html

Próf til amatörleyfis verður haldið laugardaginn 28. maí 2011 í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes í Reykjavík.

Það hefst stundvíslega kl. 10:00 árdegis. Próftaki hafi meðferðis blýanta, strokleður, reglustiku og reiknivél sem
ekki getur geymt gögn. (The examinee should bring pencils, eraser, ruler and calculator without the capability of storing data).

Fyrispurnir (ef einhverjar eru) má senda til félagsins á tölvupóstfangið ira@ira.is

Gísli G. Ófeigsson, TF3G, les upp ársreikning félagssjóðs 2010-2011 á aðalfundinum. Ljósmynd: TF2JB.


Aðalfundur Í.R.A. var haldinn 21. maí 2011 í Princeton fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt samþykkt undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Kristinn Andersen, TF3KX, fundarstjóri og Erling Guðnason, TF3EE, fundarritari. Alls sóttu 24 félagsmenn fundinn úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF5 og TF8, samkvæmt skráningu í viðverubók (sem er sami fjöldi og á fyrra ári). Fundurinn hófst kl. 13:05 og var slitið kl. 15:20.

Eftirtaldir skipa nýja stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2011-2012: Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður; Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA; Gísli G. Ófeigsson, TF3G; Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ; og Benedikt Sveinsson, TF3CY. Í varastjórn: Erling Guðnason, TF3EE; og Guðmundur Sveinsson, TF3SG. TF3UA og TF3G sitja sitt síðara ár, en TF3BJ og TF3CY voru kjörnir til tveggja ára. Stjórnin mun skipta með sér verkum fljótlega. Félagsgjald var samþykkt óbreytt, þ.e. 4000 krónur fyrir árgjaldaárið 2011-2012.

Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir þeir Óskar Sverrisson, TF3DC og Haukur Konráðsson, TF3HK; og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS.

Skýrsla stjórnar og reikningur félagssjóðs mun fljótlega verða birtur hér á heimasíðunni ásamt fundargerð og upplýsingum um lagabreytingar og aðrar samþykktir.