,

Undirbúningur Vita- og vitaskipahelgarinnar hafinn

Framkvæmdanefnd Vita- og vitaskipahelgarinnnar 2011. Frá vinstri: TF3JA, TF8SM og TF3SNN. Ljósm.: TF2JB. (Myndin hér að ofan var tekin í Skeljanesi á fyrsta vinnufundi nefndarinnar í fyrra þann 5. ágúst 2010).

Hin árlega Vita- og vitaskipahelgi verður haldin helgina 20. til 21. ágúst n.k. Í ljósi víðtæks áhuga félagsmanna hefur stjórn félagsins samþykkt að styðja það að viðburðurinn verði haldinn við Garðskagavita, annað árið í röð. Til að fylgja þeirri ákvörðun eftir (að höfðu samráði) var ákveðið að framlengja umboð framkvæmdanefndar síðustu Vita- og vitaskipahelgar sem var valin á félagsfundi í fyrra og þótti standa sig mjög vel. Þeir sem skipa framkvæmdanefnd Vita- og vitaskipahelgar 2011 eru: Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN (formaður); Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM; og Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA (sjá mynd að ofan). Meginhlutverk nefndarinnar er að annast undirbúning viðburðarins. Að venju mun félagið leggja til tæki og búnað sem nefndin telur nauðsynlegan.

Nánar verður fjallað um undirbúning viðburðarins, aðstöðuna og fyrirkomulag á staðnum þegar nær dregur. Nefndarmenn munu taka á móti ábendingum félagsmanna og svara fyrirspurnum, en einnig má sjá upplýsingar á heimasíðu Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi sem stendur fyrir Vita- og vitaskipahelgunum: http://illw.net/

Stjórn Í.R.A. býður nefndarmenn velkomna til starfa.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty + 17 =