Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA ferðaðist til Króatíu frá Hollandi á laugardag til að taka þátt í sumarbúðum „Youngsters On The Air“ verkefnisins, en þetta er 10. árið sem efnt er til sumarbúða á vegum YOTA.
Sérstök kallmerki eru virkjuð frá sumarbúðunum; m.a. 9A22YOTA, 9A1YOTA, 9A2YOTA, 9A3YOTA, 9A4YOTA, 9A5YOTA og 9A100QO. Sjá nánar vefslóðina: https://www.ham-yota.com/9a-summer-camp-award/
Elín ætlar að reyna vera sem mest í loftinu og sagðist vonast til að hafa sambönd við sem flestar TF stöðvar eftir því sem skilyrði leyfa.
U.þ.b. 80 þátttakendur eru í sumarbúum YOTA í Króatíu. Búðunum verður formlega slitið á laugardag, 13. ágúst.
Mynd frá fjarskiptaaðstöðu 9A22YOTA í sumarbúðunum. Yfirleitt eru 3 stöðvar í gangi samtímis. Ljósmynd: YOTA.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-09 15:41:292022-08-09 15:52:09SUMARBÚÐIR YOTA Í 10 ÁR
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-09 11:21:412022-08-09 11:22:11OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 11. ÁGÚST
Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. Morshlutinn verður haldinn helgina 13.-14. ágúst. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst.
Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni. Skilaboð: RST+raðnúmer. QTC skilaboð gefa punkta aukalega.
Sambönd við hverja nýja DXCC einingu (e. entity) gilda sem margfaldarar, auk sambanda við hvert nýtt kallsvæði í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku, Japan og Brasilíu, auk kallsvæðanna RA8 og RA9.
Margfaldarar hafa aukið vægi eftir böndum; á 80 metrum fjórir, á 40 metrum þrír og á 20/15/10 metrum tveir. WAE er haldin á vegum landsfélags radíóamatöra í Þýskalandi.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-08 18:59:322022-08-08 19:03:04WORKED ALL EUROPE KEPPNIN Á MORSI
25. Vita- og vitaskipahelgin fer fram eftir tvær vikur – helgina 20.-21. ágúst.
307 skráningar frá 40 þjóðlöndum höfðu borist inn á heimasíðu viðburðarins 7. ágúst.
Enginn íslenskur viti hefur enn verið skráður, en í fyrra (2021) virkjaði Svanur Hjálmarsson, TF3AB kallmerkið TF1IRA frá Knarrarósvita (IS-0001) sem er staðsettur austan við Stokkseyri.
Myndin er af Svani Hjálmarssyni, TF3AB þegar hann virkjaði TF1IRA frá Knarrarósvita í fyrra (2021). Hér er hann við tækin sem hann setti upp í fortjaldi við hjólhýsi sitt við vitann. Ljósmynd: Andrés Þórarinsson TF3AM.
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 30. júlí til 5. ágúst 2022.
Alls fengu 17 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni á FT4, FT8, tali (SSB) og morsi (CW) á 6, 10, 15, 17, 20 og 80 metrum.
Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/ Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund-/ir útgeislunar og band/bönd:
TF1EIN FT8 á 6 metrum. TF1EM FT8 á 6, 17 og 40 metrum. TF1OL/P FT8 á 15, 17 og 20 metrum. TF1VHF/B CW á 6 metrum. TF2CT FT8 á 17 metrum. TF2MSN FT4, FT8 og SSB á 6, 17 og 20 metrum. TF3D CW á 15, 20, 40 og 80 metrum. TF3JB CW á 6, 15, 17, 20 og 30 metrum. TF3MH FT8 á 10 metrum. TF3PPN FT8 á 20 metrum. TF3SG CW á 6 og 17 metrum. TF3VE FT4 og SSB á 20 og 80 metrum. TF3VS FT4 og FT8 á 17, 20 og 40 metrum. TF4M CW á 30 metrum. TF5B FT8 á 17 og 20 metrum. TF7DHP SSB á 80 metrum. TF8KY SSB á 6 metrum.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
Daggeir Pálsson TF7DHP var virkur á tímabilinu á SSB á 80 metrum. Myndin er af glæsilegri fjarskiptaaðstöðu hans á Akureyri. Ljósmynd: TF7DHP.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-06 18:14:362022-08-06 18:14:38VÍSBENDING UM VIRKNI
TF útileikunum 2022 lauk á hádegi í gær, mánudag 1. ágúst. Viðburðurinn gekk með ágætum í þokkalega góðum skilyrðum.
Yfir 20 TF kallmerki voru í loftinu um allt land á 160, 60, 80 og 40 metrum. Reglur voru uppfærðar fyrir leikana í ár og fólst meginbreytingin í því að stytta tímabilið úr 3 í 2 sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Menn eru sammála um að breytingin hafi komið vel út.
Vefslóð á heimasíðu fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar Þar má slá inn upplýsingar úr dagbókum. Gögnum má einnig skila á eyðublaði á vefnum (sbr. fyrri pósta) og skila í tölvupósti á ira@ira.is Gögn þurfa að berast fyrir miðnætti 8. ágúst. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
Sérstakar þakkir til Einars Kjartanssonar, TF3EK fyrir gott utanumhald og til félagsmanna fyrir góða þátttöku.
Stjórn ÍRA.
TF3IRA notaði ICOM IC-7300 og IC-7610 stöðvar félagsins í útileikunum. Myndin er af IC-7610. Ljósmynd: TF3JB.
TF útileikarnir eru hálfnaðir á hádegi í dag, sunnudag. Virkni hefur verið góð og skilyrði ágæt um allt land. Leikunum lýkur á morgun (mánudag) á hádegi.
Uppfærðar reglur hafa komið vel út, en megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda.
Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð frá Skeljanesi í gær, laugardag á 40, 60, 80 og 160 metrum. Góð sambönd náðust m.a. við Kristján TF4WD á Sauðárkróki, Andrés TF1AM í Þingvallasveit, Einar TF3EK á Svalbarðseyri, Ólaf Örn TF1OL fyrir utan Stykkishólm – auk margra góðra samanda við aðra leyfishafa sem voru staddir nær.
Loftnetið okkar á 160 metrum kom vel út. Það var notað á 160, 60 og 80M en Hustler 5-BTV stangarnetið á 40M. Ekkert CW samband var haft frá Skeljanesi að þessu sinni.
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!
Stjórn ÍRA.
ICOM IC-7300 og IC-7610 stöðvar félagsins voru notaðar í TF útileikunum. Jónas Bjarnason TF3JB við hljóðnemann frá TF3IRA í útileikunum í fjarskiptabergi félagsins í Skeljanesi.Erling Guðnason TF3E vð hljóðnemann frá TF3IRA í útileikunum í fjarskiptaherbergi félagsins í Skeljanesi.Meðal félagsmanna sem litu við í Skeljanesi í gær (laugardag): Erling Guðnason TF3E, Kristján Benediktsson TF3KB og Mathías Hagvaag TF3MH. Ljósmyndir: TF3JB nr. 1, 3 og 4. TF3KB nr. 2.
TF útileikarnir byrja í dag, laugardag 30. júlí – á hádegi. Leikarnir standa í tvo sólarhringa og lýkur á hádegi á mánudag.
Reglur hafa verið uppfærðar. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com
Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi a.m.k. á laugardag, frá kl. 12-18 og verður félagsaðstaðan opin á sama tíma. Félagsmenn eru hvattir til að líta við og hjálpa við að setja félagsstöðina í loftið og taka í hljóðnema og/eða morslykil. Heitt verður á könnunni.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-07-30 10:07:222022-07-30 10:10:39TF ÚTILEIKARNIR ERU UM HELGINA