,

VEGLEG GJÖF TIL ÍRA

Benedikt Sveinsson, TF3T gaf félaginu 12 metra háan loftnetsturn þann 22. ágúst. Um er að ræða fjórar þrístrendar þriggja metra áleiningar með sæti fyrir rótor og sérsmíðuðu botnstykki.

Georg Kulp, TF3GZ hafði verið í sambandi við Benedikt og varð úr að þeir fóru upp í Álfsnes eftir vinnu mánudaginn 22. ágúst, skrúfuðu turninn í sundur og flutti Georg einingarnar í Skeljanes.

Benedikt ætlar að smíða nýja botneiningu á næstunni og hafa þeir Georg Magnússon, TF2LL verið í sambandi um verkefnið.

Stjórn ÍRA þakkar Benedikt Sveinssyni, TF3T fyrir frábært framlag í þágu félagsins.

.

Georg Kulp TF3GZ kominn í Skeljanes með farminn 22. ágúst.
Tekið til við að taka einingarnar af kerrunni.
Georg raðar einingunum upp við húsið í Skeljanesi þar sem þær verða geymdar um sinn. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × one =