,

NÝTT LOFTNET OG RÓTOR FYRIR TF3IRA

Fjórði fundur í stjórn ÍRA 2022/23 var haldinn í Skeljanesi 1. september. Á fundinum var m.a. gerð samþykkt um kaup á nýju loftneti og rótor fyrir félagsstöðina TF3IRA. Lofnetið er frá OptiBeam, gerð OBDYA9-A fyrir fjögur bönd, 17, 15, 12 og 10 metra. Rótorinn er frá Pro.Sis.Tel. af gerð PST-2501D.

Fram kom á fundinum, að húseigandi hefur staðfest fyrri heimild til uppsetningar á turni fyrir nýtt loftnet í austurhluta portsins í Skeljanesi (við enda gömlu skemmunnar). Notaður verður 12 metra hár turn sem félagið fékk nýlega að gjöf frá Benedikt Sveinssyni, TF3T.

Báðir framleiðendur veita okkur bestu afsláttarkjör. Heildarverð á loftneti, balun, rótor og stýrikapli er 450 þúsund krónur komið til landsins. ÍRA mun á móti selja búnað í eigu félagsins, m.a. á flóamarkaði sem haldinn verður n.k. sunnudag í Skeljanesi. Reiknað er með að nettókostnaður félagssjóðs muni nema um 200 þúsund krónum.

Þetta fyrirkomulag tryggir áframhaldandi nýtingu á Yagi loftneti félagsins á 20 metrum, auk þess sem við bætist nýtt Yagi loftnet fyrir 17, 15, 12 og 10 metrana. Fyrr á árinu var lokið við uppsetningu loftnets fyrir 160 metra og í framhaldi verður sett upp vírloftnet fyrir 80 metrana (sem keypt var 2019). Stefnt er að því að koma nýjum loftnetum upp fyrir veturinn.

Áætlun um heildaruppbyggingu félagsstöðvarinnar verður síðan til kynningar á sérstökum fundi í félagsaðstöðunni í október. Fundurinn er á dagskrá sem hluti af nýrri vetraráætlun fyrir tímabilið október-desember n.k. sem kynnt verður fljótlega.

Stjórn ÍRA.

 OptiBeam OBDYA9-A er 9 elementa Yagi loftnet fyrir 17/15/12/10 metra. Ávinningur: 12,4 / 12,67 / 12,95 / 13,04 dBi. Þyngd er 28 kg og bómulengd er 5.10 metrar. Ljósmynd: OptiBeam.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 1 =