UNNIÐ UTANDYRA Í SKELJANESI
Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Skeljanes í dag, 6. september.
Verkefni dagsins var að festa upp á ný fæðilínur og stýrikapla fyrir M2 VHF og UHF Yagi loftnet félagsins, formagnarana frá SSB-Electronic og Yaesu G-5400B rótorinn.
Þessir kaplar hafa samám saman verið að losna úr festingunum við þakrennuna á húsinu og lágu undir skemmdum ef ekkert hefði verið að gert, en flutningslínurnar voru settar upp fyrir 12 árum þannig að í raun hafa festingarnar staðið sig vel.
Georg mætti með stóran stiga á staðinn síðdegis í dag. Veður var eins og best verður á kostið, logn og 14°C hiti og tókst að ljúka verkefninu skömmu fyrir kl. 18. Í leiðinni var skipt um plastpoka sem er utan um LNB á gervihnattadiski félagsins til bráðabirgða, en þessi hluti búnaðarins verður uppfærður fljótlega.
Bestu þakkir til Georgs fyrir vel unnið verk.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!