Anna Henriksdóttir, TF3VB var í útvarpsviðtali í Mannlega þættinum á rás-1 í Ríkisútvarpinu í morgun, 31. ágúst.
Anna er listakona og var stofnað til viðtalsins vegna listsýningar Hlutverkaseturs sem verður opnuð í Sjóminjasafninu í Reykjavík á morgun, 1. september.
Þegar í ljós kom í viðtalinu að hún er einnig radíóamatör, var rætt heilmikið um það. Skemmtilegt viðtal.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22 fimmtudaginn 1. september. Kaffiveitingar.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Ennfremur móttaka fyrir kort til útsendingar.
Nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Mynd úr fundarsal í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-29 21:07:402022-08-29 21:08:01OPIÐ HÚS 1. SEPTEMBER Í SKELJANESI
Minnum á boð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra í tilefni 75 ára afmælis félagsins sunnudaginn 28. ágúst kl. 14 til 17.
Boðið verður upp á heitt súkkulaði, kaffi og gosdrykki, íslenskar pönnukökur og vöfflur með þeyttum rjóma eða vanilluís og marsipan-rjómatertu.
Það er von stjórnar félagsins að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að koma við í Skeljanesi, þiggja góðar veitingar og fagna saman afmæli félagsins.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-24 20:35:012022-08-25 12:38:02AFMÆLISKAFFI ÍRA ER Á SUNNDAGINN 28. ÁGÚST
Kenwood TR-7625 144-146 MHz 5/25W FM sendistöð. Kenwood RM-76 utanáliggjandi eining fyrir 6 minnisrásir og leitara (e. scanner). Gefandi: Daggeir H. Pálsson, TF7DHP.
Stjórn ÍRA þakkar nytsamar gjafir og hlýjan hug til félagsins.
Gjöf frá Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A: 2 stk. Linksys Cisco SR2024 24-port 10/100/1000 Gigabit Switch.Gjöf frá Daggeiri H. Pálssyni TF7DHP: Kenwood TR-7625 144-146 MHz 5/25W FM sendistöð og RM-76 utanáliggjandi einingu fyrir 6 minnisrásir og leitara (e. scanner). Ljósmyndir: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-24 18:49:122022-08-24 23:45:54GJAFIR TIL FÉLAGSINS
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-23 14:59:522022-08-23 15:00:25OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 25. ÁGÚST
Þátttakendur á fundi Scandinavian Young Lady Radio Amateurs (SYLRA) 2022 sem fram fór í Turku í Finnlandi, hafa nú ferðast til eyjunnar Katanpää (IOTA EU-096) og virkja þaðan kallmerkið OH1SYL í dag, 23. ágúst. QSL via OH5KIZ.
Anna og Vala Dröfn voru með ágætt merki í Reykjavík í morgun kl. 10 á 14.244 MHz SSB.
Stjórn ÍRA.
Anna Henriksdóttir TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir TF3VD. Myndin var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmynd: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-23 09:48:062022-08-24 13:35:38OH1SYL ER QRV FRÁ KATANPÄÄ
WSPRnet upplýsingakerfið er rekið af radíóamatörum sem nota „MEPT_ JT“ forrit K1JT fyrir stafrænar sendingar til að kortleggja skilyrði til fjarskipta um heiminn. Kerfið notar merki frá radíóvitum radíóamatöra sem senda út allan sólarhringinn, allt árið um kring á QRP/QRPp afli á tilgreindum tíðnisviðum á 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum. Þótt WSPRnet sé tiltölulega nýlegt verkefni (stofnað 17. maí 2021) er fyrsti áfanginn í þróun þess langt kominn.
TF3D er fyrsta íslenska kallmerkið sem gerist þátttakandi í WSPRnet kerfinu og varð radíóvitinn virkur 16. ágúst 2022 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrunum. QTH er við Stokkseyri, reitur HP93lu. Sendir er 200mW Zachtek 80-10 WSPR Desktop Transmitter. Loftnet er EFHW stangarloftnet. Benedikt Sveinsson, TF3T er ábyrgðarmaður. Fjarskiptastofa hefur veitt heimild sendingum vitans.
Þakkir til Benedikts fyrir uppsetningu búnaðarins. WSPRnet kerfið veitir íslenskum sem og erlendum leyfishöfum sem áhuga hafa á útbreiðslu radíóbylgna mikilvægar upplýsingar sem nýtast í fjarskiptum radíóamatöra um allan heim.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-22 14:58:072022-08-22 16:11:08TF3D TEKUR ÞÁTT Í WSPRNET VERKEFNINU
Unnið er að uppfærslu efnis á heimasíðu ÍRA. Áhersla er lögð á efni á undirsíðum sem þarfnast viðhalds og leiðréttinga, en jafnframt eru uppi áform um innsetningu á nýju efni sem varðar áhugamálið.
Opnunarsíða (fréttasíða) var uppfærð 21. ágúst. Þegar síðan opnast birtast efnisdálkar til hægri með þessum fyrirsögnum:
SDR VIÐTÆKI YFIR NETIÐ
ÁRSSKÝRSLUR ÍRA
FÉLAGSBLAÐ ÍRA, CQ TF
FUNDARGERÐIR STJÓRNAR
Liðurinn „Fundargerðir stjórnar“ er nýr á þessum stað á heimasíðunni. Um er að ræða gerðir frá starfsárunum 2018/19, 2019/20, 2020/21, 2021/22 og 2022/23. Nýjustu fundargerðirnar eru efst.
Fleiri breytingar og uppfærslur verða kynntar á næstunni.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-22 10:35:172022-08-22 10:41:33HEIMASÍÐA FÉLAGSINS UPPFÆRÐ
Eftirfarandi erindi hefur borist til ÍRA sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband og senda tölvupóst á ira@ira.is
“Okkur í Orgelkvartettinum Apparat langaði að athuga hvort það væri áhugi hjá ykkar félögum að taka þátt í smá orgel-radíóamatörabræðingi.
Þegar hljómsveitin var að stíga sín fyrstu skref fyrir rúmum tuttugu árum héldum við tónleika ásamt TF3IRA í Hafnarhúsinu. Þar spiluðum við á stór orgel og fjórir meðlimir ykkar komu með sínar græjur, settu heljarinnar loftnet upp á þak ef ég man rétt og reyndu að ná sambandi á meðan tónleikunum stóð.
Þetta heppnaðist einstaklega vel og eitt lagið sem þarna var flutt, Charlie Tango #2 endaði á plötunni Apparat Organ Quartet sem er nú verið að endurútgefa á vinyl.
Þann 26. október ætlum við að halda tvenna tónleika, kl.18 og 21 og spila plötuna í heild sinni. Okkur langaði að vita hvort það væri áhugi fyrir því að endurtaka leikinn frá árinu 2000 og fá ykkur til að koma inn í þessu lagi á tónleikunum”.
Arngrímur Jóhannsson, TF5AD var sérstakur gestur ÍRA í Skeljanesi 18. ágúst. Hann sagði frá flutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og hans á sinfóníunni SOS eftir Jón Hlöðver Áskelsson sem fram fór í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í febrúar s.l.
Hann sýndi okkur mynd frá viðburðinum. Afar áhrifamikið var að sjá og heyra flutning verksins og hóflega háa tóna morsmerkjanna hljóma í bakgrunni – og í innskotsmynd – sást Arngrímur senda morsið og neðst birtust stafirnir á „rúllandi“ textaskrá.
Arngrímur sagðist vilja þakka þeim Sigurði Harðarsyni, TF3WS sem var honum til aðstoðar og lánaði m.a. M.P. Pedersen handmorslykilinn. Einnig, Hrafnkeli Sigurðssyni, TF8KY sem smíðaði tækið sem þýðir merkin frá morslyklinum og sendir áfram til birtingar. Arngrímur gat þess, að hann hafi í hyggju að færa ÍRA eintak af heimildarmynd frá tónleikunum sem er í vinnslu.
Arngrímur byrjaði þó erindi sitt mun framar í tíma, eða upp úr árinu 1961 þegar hann gekkst undir próf til amatörleyfis og sagði að sér væri sérstaklega minnisstætt smíðaprófið sem Ríkharður Sumarliðason, TF3RS annaðist á Sölvhólsgötunni fyrir hönd Landssímans. Hann sagði að amatörprófið hafi verið góður undirbúningur undir loftskeytaprófið sem hann tók árið 1968.
Hann sagði okkur einnig fá öðru áhugamáli sínu, sem er flugið. Hann tók flugmannspróf árið 1966 og sýndi okkur m.a. stutta mynd af flugi á svifflugvél sinni. Að lokum fengu viðstaddir að spreyta sig á að senda merki á morsi frá handlyklinum gegnum “morsvélina” frá TF8KY og birtust stafirnir samtímis á tjaldinu.
Sérstakir þakkir til Arngríms fyrir að heimsækja okkur í Skeljanes. Erindið var mjög áhugavert, vel flutt og veitti góða innsýn í umfjöllunarefnið. Hann er hress og spaugsamur og segir afar skemmtilega frá. Það kunnu menn vel að meta og var lengi klappað þegar hann lauk máli sínu. Alls mættu 27 félagar í Skeljanes þetta milda síðsumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík. Þakkir til TF3KB og TF3JON fyrir ljósmyndir.
Stjórn ÍRA.
Arngrímur Jóhannsson TF5AD skýrði frá undirbúning flutnings Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og hans ásinfóníunni SOS eftir Jón Hlöðver Áskelsson sem fram fór í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í febrúar s.l.Arngrímur skýrði frá tækinu sem Hrafnkell Sigurðsson TF8KY smíðaði og þýddi morsmerkin sem hann sendi frá Pedersen handlyklinum og birtust á “rúllandi” textaskrá á tónleikunum.Arngrímur sagði m.a. frá því þegar hann tók próf til amatörleyfis árið 1961 og nefndi til aðra leyfishafa á þeim tíma sem margir könnuðust við.Þegar menn færðu sig upp á næstu hæð var komið við í herbergi TF ÍRA QSL stofunnar og kynnti Mathías Hagvaag TF3MH QSL stjóri fyrir honum starfsemina. Arngrímur sagðist hlakka til að fá skráð hólf hjá Mathíasi með sínu kallmerki, þar sem hann hafi nýlega fest kaup á ICOM IC-7300 stöð og væri við að komast í loftið. TF5AD í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Arngrímur var mjög hrifinn af aðstöðunni og hafði hug á að “taka í lykil” á 20 metrunum – en eins og sjá má á skjánum (hægra megin á myndinni) voru ekki mörg merki á bandinu enda K-gildið um 5. Hann ætlar því að taka nokkur sambönd frá félagsstöðinni næst þegar hann kemur í heimsókn til borgarinnar.Mynd úr fjarskiptaherbergi TF3IRA. Frá vinstri: Sigurður Harðarson TF3WS, Arngrímur Jóhannsson TF5AD, Jónas Bjarnason TF3JB og Hrafnkell Sigurðsson TF8KY. Ljósmyndir nr. 1,2,4,5 og 6: Jón Svavarsson TF3JON. Ljósmynd nr. 3: Kristján Benediktsson TF3KB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-08-20 14:56:412022-08-20 15:27:08ARNGRÍMUR TF5AD FÓR Á KOSTUM