TF3GS tengir nýja loftnetið við TF3RPA. Ljósmynd: TF3JA.

Guðmundur (TF3GS) og Jón Þóroddur (TF3JA) gerðu góða ferð upp á Skálafell 6. desember. Markmið ferðarinnar var að skipta um loftnet á endurvarpanum TF3RPA. Verkefnið tókst með ágætum enda vanir menn á ferð og er endurvarpinn nú QRV á ný (TX 145.000 MHz; RX 145.600).

Þorvaldur, TF4M, hefur fengið útgefna DXCC viðurkenningu á 160 metra bandinu samkvæmt upplýsingum frá ARRL í dag. Þetta er að öllum líkindum fyrsta DXCC viðurkenningin til íslenskrar stöðvar á 160 metrunum. Í.R.A. óskar Þorvaldi til hamingju með þennan frábæra árangur.

Frá vinstri: TF3AO, TF3SA, TF3PPN (með afabarnið), TF3IGN og TF3GS.

Fyrsta sunnudagsopnun vetrarins var í morgun (6. desember). TF3JA byrjaði með útsendingu á Morseæfingum frá TF3IRA kl. 09:30. Um kl. 10 dró TF3SNN fram VHF/UHF loftnetin og var unnið að undirbúningi þeirra fyrir uppsetningu. TF1JI, TF3AO, TF3G og TF2JB aðstoðuðu. Guðmundur, TF3SG, kom með nýja ferðanetið sitt og sýndi okkur (sjá mynd). Það er 16 m há loftnetsstöng fest á kerru sem daga má hvert á land sem er. Eftir hádegið fóru þeir TF3GS og TF3JA síðan upp á Skálafell og skiptu um loftnet á TF3RPA sem þar með er QRV á ný. Vel heppnuð sunnudagsopnum og gott skipulag. Takk TF3SG!

TF3G, TF3SG og TF3JA skoða 16 metra hátt ferðaloftnetið (fyrir utan félagsaðstöðu Í.R.A.).

TF3SNN vinnur við frágang 2 metra Yagi loftnetsins (sem hefur 10 dB ávinning).

TF3AO vinnur við frágang 70 cm Yagi loftnetsins (sem hefur 15 dB ávinning).

Nú í vetur verður samkvæmt vetrardagskrá opið í ÍRA á sunnudagsmorgnum og er gert ráð fyrir að byrja núna á sunnudag 6. desember kl. 10.00 með loftnetspælingum.

73

Guðmundur, TF3SG

Hópurinn sem tók þátt í CQWW CW-keppnini um helgina frá stöð Þorvaldar, TF4X, í Otradal náði glæsilegum árangri eða 3,354,380 punkta heildarárangri. Brúttó QSO-fjöldi var 4525 (nettó 4438), 108 svæði (zones) og 349 DXCC einingar (entities). Þar með er 29 ára gamalt Íslandsmet sem sett var frá TF3IRA í nóvember 1980 slegið – og með yfirburðum en árangurinn þá var 3004 QSO; 2,169,760 punkta heildarárangur; 85 svæði og 231 DXCC einingar.

Hópurinn samanstóð af TF3KX, TF3OO, TF3Y og TF4M. Þess má geta til fróðleiks, að bæði TF3KX og TF3YH voru í keppnishópnum sem settið metið frá TF3IRA árið 1980.

Til hamingju strákar!

Sjá nánar frásögn á heimasíðu Þorvaldar, TF4M: http://tf4m.com/archives/1343

TF2JB

Jón Þóroddur TF3JA heldur ótrauður áfram þessa viku að senda morsæfingar þessa viku á 3,710 MHz.  Einnig er Axel Sölvasson TF3AX  með morskennslu í félagsheimili ÍRA fimmtudaga kl. 19.00.

73

Guðmundur, TF3SG

Morse-æfing verður send út frá TF3IRA í fyrramálið klukkan 10, frí í kvöld.
73 de TF3JA

Ágætu félagar!

Nýtt töluvpóstfang hefur verið tekið í notkun fyrir þá sem vilja hafa samband við félagið. Það er tf3ira@gmail.com og verður í notkun til bráðabirgða uns ira@ira.is kemst í lag.

73 de TF2JB.

Undanfarin þrjú kvöld hefur Morse-hópurinn verið með CW-tilraunaútsendingu á 3712 kHz. Sent er frá TF3IRA og byrjað klukkan 9:30 á kvöldin. Í gærkvöldi var sendur út fyrsti hluti texta sem finna má á á WIKIPEDIA-vefnum: http://en.wikipedia.org/wiki/Little_Red_Riding_Hood og verður því haldið áfram í kvöld.
Æfingatextarnir verða settir inn á heimasíðu hópsins og þar geta þeir sem nota tækifærið og æfa sig sett inn textann sem þeir náðu. Og nú er um að gera að setja sinn texta/árangur sem fyrst eftir að æfingunni lýkur því vel líklegt er að einhver verðlaun verði í boði fyrir þann sem fyrstur setur inn réttastan texta. Heimasíða hópsins er í veftrénu undir “hvað er amatörradíó”.

Í kvöld mun Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA hefja QTC sendingar á morsi á 3710 kHz.  Sendingarnar hefjast kl. 21.30 og standa í um 30 mínútur.  Textinn sem sendur verður mun vera aðgengilegur á netinu og eru menn beðnir að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Í.R.A. og póstlista.  Í fyrstu mun vera sent út á hverju kvöldi í eina viku á sama tíma.

73

Guðmundur, TF3SG

Comment frá TF3JA – Jón Þóroddur Jónsson

Morse-æfingasendingar hafa verið undanfarin tvö kvöld og til stendur að reyna að bæta við sendingu á samfelldum texta og um að gera að reyna að lesa þann texta beint í höfuðið eins og það er kallað.
73 de TF3JA