Ágætu félagsmenn!
Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 3. tbl. CQ TF 2021 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni.
73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.
Vefslóð á nýja blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/07/CQTF2021-3.pdf

Ágætu félagsmenn!
Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 3. tbl. CQ TF 2021 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni.
73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF.
Vefslóð á nýja blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/07/CQTF2021-3.pdf


Fram kemur í nýju tölublaði CQ TF (3. tbl. 2021) að stefnt verði að námskeiði ÍRA til amatörleyfis í október n.k. Nýja blaðið kemur út á sunnudag 18. júlí hér á heimasíðunni.
Stjórn ÍRA gerði eftirfarandi samþykkt á fundi sínum 22. júní s.l.: „Finna þarf heppilegra fyrirkomulag á námskeiðshaldi. Stefna skal að fundi með prófnefnd. Skoða þarf m.a. möguleikann á því að halda námskeið og jafnvel próf yfir netið, sem er gert í sumum löndum. Námsefni þarf að endurnýja“. Í bréfi til prófnefndar dags. 4. júlí s.l. var nefndarmönnum þakkaður framúrskarandi góður undirbúningur og framkvæmd á prófi PFS til amatörleyfis 5. júní s.l. í Skeljanesi.
Síðan segir m.a., „…að um gæti verið að ræða tiltölulega stuttan fund (kannski sem fyrri af tveimur) þar sem áhersla yrði á undirbúning þess að bjóða námskeið e.t.v. í október n.k. yfir netið með óbreyttu námsefni“. Ennfremur að „..Nýtt námsefni sé vissulega aðkallandi – en það gæti verið tímasparandi við undurbúning námskeiðs í október, að fresta umræðum/undirbúningi innleiðslu þess þar til á [næsta] námskeiði þar á eftir, þ.e. í febrúar 2022. Áætlaður fundardagur er 10. ágúst n.k.
Nánar verður skýrt frá ákvörðunum um námskeiðahald þegar og dagsetningar og fyrirkomulag liggur fyrir.
Stjórn ÍRA.
.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 15. júlí frá kl. 20-22.
Fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin og fundarsalur á 1. hæð.
Nýjustu tímaritin liggja frammi. Ennfremur verður kaffi og meðlæti ásamt því að félagsmönnum býðst að skoða gott framboð af radíódóti sem stendur til boða.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.


VHF/UHF leikum ÍRA lauk í dag, 11. júlí, kl. 18:00.
Samkvæmt gagnagrunni leikanna voru 24 skráðir, en tveir til viðbótar höfðu QSO og eiga eftir að skrá sig inn og senda gögn, sem gerir alls 26 skráða sem er met skráningarfjöldi frá upphafi árið 2012.
Félagsstöðin TF3IRA var virk hluta tímans frá Skeljanesi og hafði sambönd á 2 metrum FM um endurvarpa, 2 metrum FM beint, 70 sentímetrum (FM) um endurvarpa, 70 sentímetrum FM beint og á 50 MHz (SSB) við eftirfarandi kallmerki: TF1AM, TF1EM, TF1ET, TF1GW, TF1JI, TF1MT, TF1OL, TF3E, TF3JA, TF3JB, TF3KB, TF3LM, TF3VE og TF8SM.
Þakkir til þeirra Wilhelms Sigurðssonar TF3AW, Kjartans Birgissonar TF1ET og Reynis Björnssonar TF3JL sem virkjuðu stöðina, auk þeirra Kristjáns Benediktssonar TF3KB og Mathíasar Hagvaag TF3MH sem aðstoðuðu í Skeljanesi. Jónas Bjarnason TF3JB hafði umsjón með viðburðinum.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, umsjónarmaður VHF/UHF leikanna, mun fljótlega gera grein fyrir þátttöku og niðurstöðum, en 7 dagar eru til stefnu til að setja inn upplýsingar í gagnagrunninn.
Þakkir til allra sem tóku þátt í 10. VHF/UHF leikunum 2021!
Stjórn ÍRA.

TF3IRA var QRV í VHF/UHF leikunum í dag, laugardag.
Mörg skemmtileg sambönd, m.a. við TF1OL á Kleifaheiði, beint á 145.500 MHz (FM). Fjarlægðin er 173 km. Styrkbreytingar voru á merkjum í báðar áttir. Aðrir töluðu einnig við Ólaf á föstudag beint á 2 metrum þegar hann var staddur á Látrabjargi. Einnig QSO við TF1MT beint á145.500 MHz (FM) í reit IPØ3AP. Fjarlægðin er 103 km. Einnig samband beint á sömu tíðni við TF3MT í reit IPØ3AP.
Menn eru sammála um, að innsetning endurvarpanna í fyrra komi ekki síður skemmtilega út í ár en þá. Þakkir til Hrafnkels, TF8KY fyrir góðan leikjavef.
Fyrir þá sem vilja nota pappírsdagbók, er Hrafnkell TF8KY með skráningarblað sem hægt er að prenta út, sjá vefslóðina: http://leikar.ira.is/2021/ og opnið texta þar sem skráningarblaðið er vistað með því að smella á “Sýna reglur“.
Félagsstöðin, TF3IRA, verður næst QRV frá Skeljanesi á sunnudag frá kl. 13:00.
Tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt aðeins 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!
Stjórn ÍRA.



10. VHF/UHF leikarnir byrjuðu í gær kl. 18. Aðaldagur leikanna er í dag, laugardag. Viðburðurinn verður í gangi fram á morgundaginn, sunnudag kl. 18:00.
22 kallmerki eru skráð til þátttöku þegar þetta er skrifað (á laugardag kl. 11:45), en hægt er að skrá sig hvenær sem er!
Félagsstöðin, TF3IRA, verður QRV frá Skeljanesi frá kl. 13:00. Þetta verður fyrsta „alvöru“ prófunin á nýja Diamond S-700HN loftneti stöðvarinnar eftir að það var sett upp 16. ágúst í fyrra (2020).
Fyrir þá sem vilja nota pappírsdagbók, er Hrafnkell TF8KY með skráningarblað sem hægt er að prenta út, sjá vefslóðina: http://leikar.ira.is/2021/ og opnið texta þar sem skráningarblaðið er vistað með því að smella á “Sýna reglur“.
Tökum þátt í leikunum…jafnvel þótt 1-2 klst. séu til ráðstöfunar!
Stjórn ÍRA.

Góð mæting var í Skeljanes í gær, 8. júlí og margt góðra gesta.
Heimir Þór Sverrisson, TF3ANT (W1ANT) heilsaði upp á mannskapinn, en hann er búsettur í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum. Hann hrósaði starfi félagsins (fylgist með á netinu) og sagðist alltaf hlakka til að lesa nýtt CQ TF.
Ólafur Vignir Sigurðsson, TF3OV mætti einnig á staðinn en hann er nú búsettur í Ólafsvík. Hann reiknar með að verða virkur á loftinu á ný með haustinu, en stendur í byggingaframkvæmdum fyrir vestan um þessar mundir.
Líkt og gefur að skilja þurfti margt að ræða yfir kaffinu, auk þess sem fjarskiptaherbergi TF3IRA var opið. Margir voru að sækja QSL kort enda þau tekin að berast á ný eftir faraldurinn. Ennfremur var radíódótið vinsælt og gekk vel út.
Af umræðum að dæma verður góð þátttaka í VHF/UHF leikunum um helgina, en þeir byrja kl. 18:00 í dag (föstudag) og standa til kl. 18:00 á sunnudag. Þegar þetta er skrifað hafa 18 kallmerki þegar verið skráð á leikjasíðuna: http://leikar.ira.is/2021/ Þar á meðal er félagsstöðin, TF3IRA sem verður virkjuð um helgina.
Alls mætu 25 félagar og 2 gestir í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
.





10. VHF/UHF leikarnir verða haldnir um helgina, 9.-11. júlí.
Þessi skemmtilegi viðburður hefst á föstudag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 18:00.
Hrafnkell, TF8KY umsjónarmaður leikanna, býður okkur upp á sérstakan leikjavef þar sem sjá má m.a. reglur og leiðbeiningar. Vefslóð: http://leikar.ira.is/2021 Þar er hægt að skrá sig strax…þarf ekki að bíða fram á föstudag!
Og nú gilda sambönd um endurvarpa annað árið í röð, þannig að það QSO gegnum handstöð gefa spennandi möguleika.
Glæsilegir verðlaunagripir og viðurkenningarskjöl eru í boði. Hvetjum alla leyfishafa til að taka þátt..þótt menn hafi e.t.v. bara fáeinar klukkustundir aflögu. Sumarið er tíminn!
Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 8. júlí n.k. frá kl. 20:00.
Fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin án takmarkana sem og fundarsalur á 1. hæð.
Nýjustu tímaritin liggja frammi, kaffi og veglegt meðlæti ásamt því að félagsmönnum býðst að skoða gott framboð af radíódóti. Í boði er að taka með sér heim allt að þrjá hluti á hverju opnunarkvöldi.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.



Fyrir nokkru kom í ljós að 6 tölublöð CQ TF vantaði á söfnunarsíðu félagsblaðsins á heimasíðu ÍRA.
Talið er víst blöðin hafi orðið viðskila þegar yfirfærsla var gerð fyrir fjórum árum í WordPress vefumsjónarkerfi, er skipt var út eldra kerfi (Confluence) þann 9. mars 2017.
Svo vel vildi til, að Brynjólfur Jónsson, TF5B sem var ritstjóri CQ TF á þessum tíma, átti þau enn í tölvunni hjá sér og gat sent félaginu frumritin sem á vantaði og voru þau sett inn á heimasíðuna í dag, þann 4. júlí. Blöðin sem um ræðir eru þessi:
1997–5. tbl.
1998–1. tbl
1998–2. tbl.
1998–3. tbl.
1998–4. tbl.
2004–5. tbl.
Sérstakar þakkir til til Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS sem annaðist verkefnið og til Brynjólfs Jónssonar, TF5B sem útvegaði frumritin.
Stjórn ÍRA.
Vefslóð: http://www.ira.is/cq-tf/
.
.
