Í undirbúningi er námskeið til amatörprófs sem hefst á næstunni. Um verður að ræða 7 vikna námskeið með 20 kennsluskiptum (hvert er 3 kennslustundir).
Námskeiðið verður boðið bæði í stað- og fjarnámi. Stefnt er að prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis í byrjun maí n.k.
Áhugasamir eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum hér á heimasíðu ÍRA, www.ira.is
Vakin er athygli á nýju kennsluefni á vefsíðu Prófnefndar ÍRA: „Reglur um þráðlaus fjarskipti radíóamatöra, aðferðir og venjur í fjarskiptum“ eftir Kristinn Andersen, TF3KX. Vefslóð: http://www.ira.is/profnefnd/
Stjórn ÍRA.
Námskeið til amatörprófs voru haldin reglulega í Háskólanum í Reykjavík á tímabilinu frá 2013-2019. Ekki fékkst inni með námskeiðið í fyrra (2021) hjá HR enda skólinn lokaður öllum utanaðkomandi vegna Covid-19 faraldursins. Vonast er til að hægt verði að boða vornámskeið 2022 til amatörprófs á ný í HR.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-02-28 12:56:122022-02-28 13:03:34NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS
Aðalfundur ÍRA 2022 var haldinn í safnaðarheimili Neskirkju í Reykjavík 20. febrúar. Fundarstjóri var kjörinn Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og sést hér í ræðupúlti. Aðrir á mynd: Jónas Bjarnason TF3JB formaður, Óskar Sverrisson TF3DC varaformaður, Georg Kulp TF3GZ meðstjórnandi, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA kjörinn ritari fundarins og Jón Björnsson TF3PW gjaldkeri.Ljósmynd: TF3JON.Jónas Bjarnason TF3JB, formaður ÍRA flutti m.a. skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2021/22.Ljósmynd: TF3JON.Svipmynd 1 úr fundarsal. Fremsta röð: Kristján Benediktsson TF3KB, Andrés Þórarinsson TF1AM og Eiður Kristinn Magnússon TF1EM. Önnur röð: Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Hinrik Vilhjálmsson TF3VH, Anna Henriksdóttir TF3VB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Þriðja röð: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Mathías Hagvaag TF3MH og Benedikt Sveinsson TF1T. Fjórða röð: Gísli Gissur Ófeigsson TF3G og Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33.Ljósmynd: TF3JON.Svipmynd 2 úr fundarsal. Anna Henriksdóttir TF3VB og Hinrki Vilhjálmsson TF3VH. Ljósmynd: TF3JON.Svipmynd 3 úr fundarsal. Vilhelm Sigurðsson TF3AWS, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG og Eiður Kristinn Magnússon TF1EM.Ljósmynd: TF3JON.Afhending verðlauna og viðurkenninga fyrir fjarskiptaviðburði ÍRA á árinu 2021. Frá vinstri: Eiður Kristinn Magnússon TF1EM viðurkenning fyrir 5. sæti í TF útileikunum. Hrafnkell Sigurðsson TF8KY viðurkenning fyrir 3. sæti í TF útileikunum. Andrés Þórarinsson TF1AM verðlaunaplatti og viðurkenning fyrir 1. sæti í TF útileikunum. Ólafur Örn Ólafsson TF1OL verðlaun fyrir 1. sæti í Páskaleikunum og 1. sæti í VHF/UHF leikunum. Óskar Sverrisson TF3DC keppnisstjóri TF3ÍRA, viðurkenning fyrir 4. sæti í TF útileikunum.
Stjórn ÍRA þakkar sérstaklega Jóni Svavarssyni TF3JON sem tók ljósmyndirnar sem birtast hér á síðunni.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa afturkallað öll leyfi til radíóamatöra frá og með miðnætti 24. febrúar vegna stríðsátakanna í landinu. Ákvörðunin gildir í allt að 30 daga eða þar til nánar verður ákveðið.
Að gefnu tilefni skal þess getið að eftirfarandi VHF FM endurvarpar eru virkir og í góðu lagi:
TF3RPK Skálafell (145.575 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland. TF3RPA Skálafelli (145.600 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland. TF3RPE Búrfell (145.700 MHz). Næst víða frá Reykjavík og þekur Suðurland að hluta. TF3RPJ Mýrar (145.750 MHz). Næst vel frá Reykjavík og þekur m.a. Snæfellsnes og Vesturland. TF5RPD Vaðlaheiði (145.625 MHz). Næst m.a. vel á Akureyri og í nágrenni.
Endurvarparnir í Bláfjöllum eru enn úti vegna bilunar í dreifikerfi rafmagns á staðnum. Ekki vitað hvenær rafmagn kemst á.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-02-23 16:43:312022-02-23 17:07:07AF ENDURVÖRPUM OG VIÐTÆKJUM YFIR NETIÐ
CQ WPX RTTY keppnin 2022 fór fram 12.-13. febrúar. Frestur rann út 18. febrúar til innsendingar gagna. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 8 TF kallmerki:
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin 24. febrúar fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22:00. Í ljósi tilslakana stjórnvalda dags. 12.2.2022 verður grímunotkun valkvæð.
Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa verða opin. QSL stjóri verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi í fundarsal. Kaffiveitingar.
Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-02-22 21:47:472022-02-22 21:49:47OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 24. FEBRÚAR
Aðalfundur ÍRA árið 2022 var haldinn 20. febrúar s.l. í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 15 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 189 blaðsíður að stærð.
Ljósmyndir frá aðalfundinum verða birtar hér á heimasíðunni fljótlega, en fundargerð og önnur aðalfundargögn verða síðan til birtingar í 2. tbl. CQ TF sem kemur út 25. apríl n.k.
Stjórn ÍRA.
Gögn sem voru lögð fram í aðalfundarmöppu 20. febrúar 2022 ásamt skriffærum: Skýrsla um starfsemi ÍRA 2021/22; (2) dagskrá fundarins skv. 19. gr. félagslaga; sérprentun; (3) lög ÍRA; sérprentun; (4) listi yfir viðtakendur verðlauna og viðurkenninga ársins 2021; (5) áritaður ársreikningur félagssjóðs fyrir starfsárið 2021; (6) ávarpsbréf til nýrra félagsmanna, 3. útg. 2022 og (7) nýtt kynningarrit um amatör radíó og ÍRA, 1. útg. 2022.
Aðalfundur ÍRA árið 2022 var haldinn 20. febrúar í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum.
Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 21 félagi fundinn.
Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2022/23:
Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður (endurkjörinn). Georg Magnússon, TF2LL (kjörinn til 2 ára) Georg Kulp, TF3GZ (kjörinn til 2 ára). Guðmundur Sigurðsson, TF3GS (situr síðara tímabil). Jón Björnsson, TF3PW (situr síðara tímabil). Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA varamaður (endurkjörinn). Heimir Konráðsson, TF1EIN varamaður (endurkjörinn).
Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Haukur Konráðsson TF3HK og Yngvi Harðarson TF3Y og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Félagsgjald var samþykkt kr. 7.000 fyrir árið 2022/23.
Undir liðnum önnur mál voru veitt verðlaun og viðurkenningar vegna fjarskiptaviðburða ársins 2021.
Stjórn mun skipta með sér verkum fljótlega.
Skýrsla stjórnar og önnur aðalfundargögn verða til birtingar innan tíðar hér á heimasíðunni.
Aðalfundur ÍRA 2022 verður haldinn sunnudaginn 20. febrúar í innri fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 13:00.
Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.
Í ljósi gildandi tilslakana stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins verður grímunotkun valkvæð þar sem uppsetning í fundarsal miðast við a.m.k. 1 metra fjarlægð á milli félagsmanna.
Afhending verðlauna og viðurkenninga vegna fjarskiptaviðburða ársins 2021 fer fram á fundinum sbr. upplýsingar neðar.