,

CQ WW DX CW KEPPNIN 2021, ÚRSLIT

CQ World Wide DX keppnin á morsi fór fram helgina 27.-28. nóvember 2021. Alls bárust 8.613 dagbækur til keppnisnefndar samanborið við 9.107 dagbækur í SSB hluta keppninnar. Heildarniðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins.

Keppnisgögn voru send inn fyrir 9 TF kallmerki í 2 keppnisflokkum, auk viðmiðunardagbóka (check-log). Úrslit í hvorum keppnisflokki eru eftirfarandi; yfir Evrópu (E) og yfir heiminn (H):

EINMENNINGSFLOKKUR, ÖLL BÖND, HÁAFL, AÐSTOÐ:
TF3SG   (1563Q)                E=170 / H=365
TF3DC   (178Q)                  E=477 / H=996
TF1AM  (391Q)                  E=499 / H=1114

EINMENNINGSFLOKKUR, ÖLL BÖND, LÁGAFL:
TF3VS    (373Q)                 E=315 / H=511
TF3EO   (325Q)                  E=421 / H=686
TF8KY    (99Q)                   E= 668 / H=1147

VIÐMIÐUNARDAGBÆKUR, (check-log):
TF3AO, TF3JB og TF3W.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Fyrir áhugasama má benda á fróðlega grein um CQ WW DX keppnina sem birtist í tilefni 70 ára afmælis hennar í 2. tbl. CQ TF 2018. M.a. eru upplýsingar um árangur allra TF kallmerkja í keppninni frá upphafi, SSB og CW (1948-2017). Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/07/cqtf_32arg_2018_02tbl.pdf

Stöplaritið sýnir fjölda innsendra keppnisdagbóka í morshluta keppninnar yfir heiminn 1948-2017. Rauðlituðu tölurnar við valda stöpla sýna fjölda innsendra dagbóka það ár. Dæmi: 1948 = 558 dagbækur og 2017 = 8.450 dagbækur. Heimild: CQ tímaritið.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen − 10 =