Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 21. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.
Næsti opnunardagur er fimmtudagur 28. apríl.
Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um gleðilegt sumar!
Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 21. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.
Næsti opnunardagur er fimmtudagur 28. apríl.
Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um gleðilegt sumar!
Stjórn ÍRA.

Drifið var í að mála trévegginn við innganginn í Skeljanesi þar sem kallmerki félagsstöðvarinnar er fest (sbr. ljósmynd) í dag, 18. apríl enda vorveður í lofti, logn og 9°C hiti.
Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 átti ekki heimangengt, en var með í ráðum þegar 2 hressir félagar mættu á staðinn eftir hádegið og unnu gott verk, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir. Bestu þakkir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.


Páskaleikum ÍRA 2022 lauk á páskadag kl. 18:00. Þátttaka var góð, en alls var 21 kallmerki skráð til leiks og 18 hafa sent inn dagbókarupplýsingar þegar þetta er skrifað.
Kerfið verður opið til að gera leiðréttingar til miðnættis sunnudaginn 24. apríl n.k. Eftir það munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir.
Þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY, umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.
Stjórn ÍRA.

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 97 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25, en eru í dag 174 talsins í jafn mörgum þjóðlöndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa.
Sérstakt kallmerki ÍRA, TF3WARD, verður virkjað á alþjóðadaginn. Viðskeytið stendur fyrir „World Amateur Radio Day“.
Hamingjuóskir til íslenskra radíóamatöra!
Stjórn ÍRA.
.

KiwiSDR viðtækið á Raufarhöfn komst í lag í gær (16. apríl) og vinnur nú eðlilega. Bestu þakkir til Rögnvalds Helgasonar, TF3-055 sem vann verkið í samráði við Georg Kulp, TF3GZ. Hin viðtækin þrjú yfir netið eru einnig í góðu lagi.
Bjargtangar (10 kHz-30 MHz): http://bjarg.utvarp.com/
Galtastaðir í Flóa (10 kHz-30 MHz): http://floi.utvarp.com/
Perlan í Reykjavík (24 MHz til 1800 MHz): http://perlan.utvarp.com
Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz): http://raufarhofn.utvarp.com/
Það er vaskur hópur manna sem leggja metnað í að halda viðtækjum yfir netið í gangi (svo ekki sé talað um tíma og fjármuni). Þetta eru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ, Karl Georg Karlsson TF3CZ, Árni Helgason TF4AH (Patreksfirði) og Rögnvaldur Helgason TF3-Ø55 (Raufarhöfn).
Félagið metur þetta framlag mikils og þakkar þessum félagsmönnum fyrir dugnað og elju við að sinna verkefninu. Tilkoma þessara tækja er mikilvæg fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.
Stjórn ÍRA.

Páskaleikarnir hófust í gær, 15. apríl kl. 18 og standa yfir þar til á morgun sunnudag, kl. 18:00.
Félagsstöðin TF3IRA var QRV laugardaginn 16. apríl frá kl. 10 f.h. til kl. 16 síðdegis. Á þessum tíma voru höfð alls 41 samband á 144 MHz (FM og SSB), 433 MHz (FM og SSB) 50 MHz (SSB), 70 MHz (SSB) og 3.6 MHz (SSB og CW).
Opið hús var á sama tíma í Skeljanesi og mættu 12 félagar og 2 gestir í hús og þáðu kaffi og veitingar. Margir voru áhugasamir um að skoða nýju ICOM IC-9700 „All Mode“ stöðina sem félagið hafði að láni. En stöðin er 100/75/10W á 2M/70CM/23CM.
Alls voru 18 TF kallmerki skráð í Páskaleikana síðdegis í dag, laugardag – en í boði er vandaður „on-line“ leikjavefur TF8KY og er hægt að skrá sig inn þangað til leikurinn endar. Slóð: http://leikar.ira.is/paskar2022
Stjórn ÍRA.


Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar.
Athygli er vakin á páskaleikum félagsins sem hefjast á morgun, föstudag kl. 18 og lýkur á sama tíma á sunnudag.
Hægt er að skrá sig allan tímann sem leikarnir standa yfir. Vefslóð: http://leikar.ira.is/paskar2022/
Stjórn ÍRA.

Páskaleikarnir hefjast á föstudag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 18:00. Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi.
Hér með er óskað eftir aðstoð félagsmanna við að virkja stöðina laugardaginn 16. apríl frá kl. 10-16 þegar félagsaðstaðan í Seljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti.
Félagar sem hafa áhuga á að virkja stöðina að föstudeginum (eftir kl. 18) og á sunnudeginum (til kl. 18) sendi tölvupóst á ira@ira.is
TF8KY hefur opnað fyrir skráningu á leikjavefinn og voru 14 TF kallmerki þegar skráð síðdegis í dag (13. apríl). Þetta er „on-line“ leikjavefur og er hægt að skrá sig inn þangað til leikurinn endar. Slóð: http://leikar.ira.is/paskar2022
Stjórn ÍRA.

Félagið fær glænýja ICOM IC-9700 100/75/10W 2M/70CM/23CM SSB/CW/SSB stöð að láni til notkunar í páskaleikunum í ár.
Páskaleikar ÍRA 2022 verða haldnir helgina 15.-17. apríl n.k.
Leikarnir hefjast föstudaginn 15. apríl kl. 18:00 og lýkur eftir tvo sólarhringa, sunnudaginn 17. apríl kl. 18:00.
TF8KY hefur opnað fyrir skráningu og voru 11 TF kallmerki þegar skráð á hádegi í dag (11. apríl). Þetta er „on-line“ leikjavefur og er hægt að skrá sig inn þangað til leikurinn endar. Slóð: http://leikar.ira.is/paskar2022
Stjórn ÍRA.

KiwiSDR viðtækið á Bjargtöngum varð QRV í dag, 9. apríl kl. 14. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er enn vetrarríki þar um slóðir. Hin viðtækin þrjú eru öll QRV, en truflanir hjá viðtækið á Raufarhöfn.
Bjargtangar (10 kHz-30 MHz): http://bjarg.utvarp.com/
Galtastaðir í Flóa (10 kHz-30 MHz): http://floi.utvarp.com/
Perlan í Reykjavík (24 MHz til 1800 MHz): http://perlan.utvarp.com
Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz): http://raufarhofn.utvarp.com/
Þakkir til Árna Helgasonar, TF4AH fyrir að koma Bjargtöngum í gagnið á ný.
Stjórn ÍRA.
