Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 16. JÚNÍ

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Mathías Hagvaag, QSL stjóri kortastofunnar verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

EFNI Í CQ TF

Skilafrestur á efni í nýja blaðið er til mánudagsins 20. júní. Allt efni um áhugamálið er vel þegið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is 73 – Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB,ritstjóri CQ TF.

,

FRÉTTIR AF VIÐTÆKJUM YFIR NETIÐ

KiwiSDR viðtækin yfir netið á Bjargtöngum, Galtastöðum og Raufarhöfn eru í góðu lagi. En Airspy R2 SDR viðtækið Perlunni er úti. Unnið er að viðgerð. Unnið var að uppsetningu KiwiSDR viðtækis til prufu í fjarskiptaherbergi ÍRA í vikunni, sbr. ljósmyndir. Þess er að vænta að það verði QRV á næstunni. Bjargtangar. KiwiSDR (10 Khz – […]

,

MÁLAÐ YFIR VEGGJAKR0T

Drifið var í að mála langa bárujárnsvegginn við húsið í Skeljanesi fimmtudaginn 9. júní. „Þetta er svipað og í fyrra“ sagði Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 sem hefur fylgst með umhverfinu hjá okkur og séð um að mála yfir ósómann. Baldi átti ekki heimangengt í dag, en var með í ráðum þegar TF1JI og TF3JB mættu á […]

,

RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins kemur út 3. júlí n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Nýjung er, að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 9. JÚNÍ

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 9. júní. frá kl. 20:00. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Búið verður að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar. […]

,

FLÓAMARKAÐI ÍRA FRESTAÐ

Ákveðið hefur verið að fresta flóamarkaði félagsins sem halda átti í Skeljanesi 12. júní n.k. Ný dagsetning er 11. september. Í ljós hefur komið að þessi dagsetning hentar ekki vel. Margir hafa haft samband við félagið og óskað eftir að dagsetning verði endurskoðuð þar sem þeir og fjölskyldur þeirra verða erlendis eða á ferðalagi innanlands […]

,

ALLS KOMIN 10 NÝ KALLMERKI

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið 21. maí s.l. á þremur stöðum á landinu. Eftirtaldir 10 nýir leyfishafar hafa sótt um og fengið úthlutað kallmerkjum m.v. daginn í dag, 3. júní: Ágúst Sigurjónsson TF1XZ 221 Hafnarfjörður Björn Ingi Jónsson TF1BI 860 Hvolsvöllur Fannar Freyr Jónsson TF3FA 105 Reykjavík Grímur Snæland Sigurðsson TF3GSS 270 Mosfellsbær Guðmundur […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 2. JÚNÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. júní. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Vel fór út af nýinnkomnu radíódóti, m.a. allir rafhlöðustaukarnir utan einn, sem var skrúfaður í sundur og voru menn að fá sér ýmist 1 eða 2 geyma sem hver er 12VDC og 9 amperstundir. Mikið var […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 26. maí til 1. júní 2022. Alls fengu 17 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni á FT4, FT8, tali (SSB) og morsi (CW) á 6, 10, 12, 15, 17, 20, 80 og 160 metrum. Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar […]