Entries by TF3JB

,

TF1OL Á FERÐ UM LANDIÐ

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL er á ferðalagi um landið. Í hádeginu í dag (27. júní) var hann staddur í ágætu veðri við vitann í Dyrhólaey sem er í um 120m hæð yfir sjávarmáli. Óli ferðast með „sjakkinn“ með sér, þ.e. er með vel útbúna fjarskiptabifreið sem m.a. er með innbyggðan tjakk sem hækka má upp […]

,

HAM RADIO FRIEDRICHSHAFEN 2022

Ham Radio sýningin í Friedrichshafen opnar kl. 9 í fyrramálið, föstudaginn 24. júní. Búist er við allt að 20 þúsund gestum, en sýningin féll niður tvö undanfarin ár faraldursins. Nokkur fjöldi íslenskra leyfishafa verður á staðnum, en íslenski hópurinn ári 2019 var 18 manns (að meðtöldum mökum). Þess má geta, að Dayton Hamvention sýningin var […]

,

ALÞJÓÐLEG KEPPNI Í NAFNI HANS HÁTIGNAR

Landsfélag radíóamatöra á Spáni, La Unión de Radioaficionados Españoles URE  býður til alþjóðlegrar keppni í nafni hans hátignar, Filipe IV. Spánarkonungs, helgina 25-26. júní. Þetta er 24 klst. keppni á SSB sem hefst kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 25. júní og lýkur á sama tíma á hádegi sunnudag 26. júní. Keppnin er opin radíóamatörum um […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 23. JÚNÍ

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 23. júní kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Við eigum m.a. von á erlendum leyfishöfum í Skeljanes á fimmtudag. Nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. […]

,

VHF/UHF LEIKARNIR 2022

Sælir kæru félagar! VHF/UHF leikjahelgin er að renna upp 1.-3. júlí n.k. Þetta verður hrikalega gaman. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum. Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið – eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki […]

,

ENDURNÝJUN 50 MHZ HEIMILDAR

Bent er á að mikilvægt er að leyfishafar sem hafa áhuga á að stunda fjarskipti á auknu afli á 50 MHz tíðnisviðinu (6 metrum) í sumar, sendi beiðni þess efnis til Fjarskiptastofu áður en sendingar eru hafnar. Hafi verið fengin heimild í fyrra (2021) gildir hún ekki í ár. Leyfishafar þurfa að sækja sérstaklega um […]

,

GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert. 17. júní var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, sem var helsti leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Til þess að minnast hans var fæðingardagurinn valinn sem þjóðhátíðardagur Íslendinga þegar lýðveldið Ísland var stofnað þann 17. júní árið 1944. Hátíðarkveðjur til félagsmanna og fjölskyldna þeirra á þjóðhátíðardaginn 2022. […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 16. JÚNÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 16. júní. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakur gestur okkar var Alex, UT4EK frá Úkraínu. Hann flutti til landsins í síðasta mánuði og á von á að dvelja hér á landi í allt að eitt ár. Hann er DX-maður og áhugasamur um keppnir […]

,

5BWAZ VIÐURKENNINGARSKJAL Í HÚSI

Jónas Bjarnson, TF3JB hefur fengið í hendur 5 banda Worked All Zones (5BWAZ) viðurkenningarskjal frá CQ tímaritinu. Töluverður dráttur varð á afgreiðslu skjalsins, en hann hafði sent inn umsókn í lok árs 2020 þegar hann náði tilskildum lágmarksfjölda staðfestra svæða (e. zones), eða alls 150. Til að geta sótt um 5BWAZ þurfa menn að hafa […]

,

ALL ASIAN CW DX KEPPNIN 2021

63. All Asian DX keppnin – morshluti, verður haldinn helgina 18.-19. júní. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð í keppninni eru RST+aldur. Ef þátttakandi er t.d. 25 ára eru skilaboðin: 59925 o.s.frv. Flestir QSO punktar eru fyrir sambönd á lægri böndum en margfaldarar ráðast af fjölda stöðva sem […]