,

ARNGRÍMUR JÓHANNSSON TF5AD Í SKELJANESI

Arngrímur Jóhannsson, TF5AD verður sérstakur gestur ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 18. ágúst.

Hann mun flytja stuttan inngang kl. 20:30 og kynna heimildarmynd sem er í vinnslu fyrir sjónvarp um flutning Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og hans á sinfóníunni SOS eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Verkið var flutt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í febrúar s.l. Arngrímur hefur í hyggju að færa ÍRA eintak þegar myndin verður fullkláruð.

Þess má geta að Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY smíðaði tækið sem þýðir morsmerkin sem Arngrímur sendi frá morslykli og birtust á “rúllandi” textaskjá samhliða flutningi verksins.

Þakkir til Arngríms Jóhannssonar, TF5AD og til Sigurðar Harðarsonar, TF3WS sem hefur verið í sambandi við Arngrím og hafði milligöngu við Hrafnkel Sigurðsson, TF8KY um smíði tækisins sem notað var við flutning verksins.

Félagar fjölmennið!

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight + nineteen =