,

QSO VIÐ TF2EQ í KRÓATÍU

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA er stödd í sumarbúðum YOTA í Króatíu.

Í dag (11. ágúst) kl. 16:00 náði hún sambandi við Ara Þórólf Jóhannesson, TF1A þar sem hann var staddur á Akureyri (IPØ5wp) með ferðastöð sína til fjarskipta um Es’hail 2 / QO-100 gervitunglið.

Ari sagði að hún hafi náð flott í gegn um mikla þyrpingu á bandinu (e. „pile-up“).

Kallmerki Elínar var 9A1ØØQO. Ari Þórólfur sagði að Elín hafi beðið fyrir góðar kveðjur til félaganna heima á Íslandi. Elín ætlar að reyna að vera sem mest í loftinu og sagðist vonast til að hafa sambönd við sem flestar TF stöðvar.

YOTA sumarbúðirnar í Króatíu verða QRV fram á laugardag. Önnur kallmerki þeirra eru m.a. 9A22YOTA, 9A1YOTA, 9A2YOTA, 9A3YOTA, 9A4YOTA, 9A5YOTA og 9A100QO. Sjá nánar vefslóðina: https://www.ham-yota.com/9a-summer-camp-award/

Stjórn ÍRA.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A á góðri stundu í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.
Daggeir Pálsson TF7DHP og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A. Myndin var tekin í dag (11. ágúst) við ferðaloftnet TF1A á Akureyri. Ljósmynd: Villa, XYL TF1A.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × one =