Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS 1. SEPTEMBER Í SKELJANESI

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22 fimmtudaginn 1. september. Kaffiveitingar. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Ennfremur móttaka fyrir kort til útsendingar. Nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn […]

,

AFMÆLISKAFFI ÍRA ER Á SUNNDAGINN 28. ÁGÚST

Minnum á boð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra í tilefni 75 ára afmælis félagsins sunnudaginn 28. ágúst kl. 14 til 17. Boðið verður upp á heitt súkkulaði, kaffi og gosdrykki, íslenskar pönnukökur og vöfflur með þeyttum rjóma eða vanilluís og marsipan-rjómatertu. Það er von stjórnar félagsins að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að koma […]

,

GJAFIR TIL FÉLAGSINS

ÍRA bárust í dag 24. ágúst, eftirfarandi gjafir: 2 stk. Linksys Cisco SR2024 24-port 10/100/1000 Gigabit Switch.Gefandi: Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A. Kenwood TR-7625 144-146 MHz 5/25W FM sendistöð.Kenwood RM-76 utanáliggjandi eining fyrir 6 minnisrásir og leitara (e. scanner).Gefandi: Daggeir H. Pálsson, TF7DHP. Stjórn ÍRA þakkar nytsamar gjafir og hlýjan hug til félagsins.

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 25. ÁGÚST

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 25. ágúst frá kl. 20-22.   Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin og nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

OH1SYL ER QRV FRÁ KATANPÄÄ

Þátttakendur á fundi Scandinavian Young Lady Radio Amateurs (SYLRA) 2022 sem fram fór í Turku í Finnlandi, hafa nú ferðast til eyjunnar Katanpää (IOTA EU-096) og virkja þaðan kallmerkið OH1SYL í dag, 23. ágúst. QSL via OH5KIZ. Anna og Vala Dröfn voru með ágætt merki í Reykjavík í morgun kl. 10 á 14.244 MHz SSB. […]

,

TF3D TEKUR ÞÁTT Í WSPRNET VERKEFNINU

WSPRnet upplýsingakerfið er rekið af radíóamatörum sem nota „MEPT_ JT“ forrit K1JT fyrir stafrænar sendingar til að kortleggja skilyrði til fjarskipta um heiminn. Kerfið notar merki frá radíóvitum radíóamatöra sem senda út allan sólarhringinn, allt árið um kring á QRP/QRPp afli á tilgreindum tíðnisviðum á 80, 40, 20, 15 og 10 metra böndunum. Þótt WSPRnet […]

,

HEIMASÍÐA FÉLAGSINS UPPFÆRÐ

Unnið er að uppfærslu efnis á heimasíðu ÍRA. Áhersla er lögð á efni á undirsíðum sem þarfnast viðhalds og leiðréttinga, en jafnframt eru uppi áform um innsetningu á nýju efni sem varðar áhugamálið. Opnunarsíða (fréttasíða) var uppfærð 21. ágúst. Þegar síðan opnast birtast efnisdálkar til hægri með þessum fyrirsögnum: SDR VIÐTÆKI YFIR NETIÐ ÁRSSKÝRSLUR ÍRA […]

,

ORGELKVARTETTINN APPARAT

Eftirfarandi erindi hefur borist til ÍRA sem hér með er komið á framfæri við félagsmenn. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband og senda tölvupóst á ira@ira.is “Okkur í Orgelkvartettinum Apparat langaði að athuga hvort það væri áhugi hjá ykkar félögum að taka þátt í smá orgel-radíóamatörabræðingi. Þegar hljómsveitin var að stíga sín fyrstu skref […]

,

ARNGRÍMUR TF5AD FÓR Á KOSTUM

Arngrímur Jóhannsson, TF5AD var sérstakur gestur ÍRA í Skeljanesi 18. ágúst. Hann sagði frá flutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og hans á sinfóníunni SOS eftir Jón Hlöðver Áskelsson sem fram fór í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í febrúar s.l. Hann sýndi okkur mynd frá viðburðinum. Afar áhrifamikið var að sjá og heyra flutning verksins og hóflega háa […]

,

HEIMASÍÐA ÍRA ER KOMIN Í LAG

Heimasíða félagsins, www.ira.is komst í lag 19. ágúst. Síðan hafði verið í ólagi um nokkurn tíma, en opnast nú eðlilega. Bestu þakkir til Ölvis Sveinssonar, TF3WZ vefstjóra félagsins fyrir góða aðstoð. Stjórn ÍRA.