Entries by TF3JB

,

CQ WW RTTY DX KEPPNIN 2022

36. CQ WW RTTY DX keppnin fór fram 24.-25. september 2021. Frestur til að skila dagbókum til keppnisstjórnar rann út á miðnætti 30. september. Dagbókum var skilað inn fyrir alls níu TF kallmerki vegna þátttöku í keppninni í fjórum keppnisflokkum. TF1AM – einmenningsflokkur – háafl. TF2CT – einmenningsflokkur – háafl. TF2MSN – einmenningsflokkur – lágafl. […]

,

NÝR AÐALRITARI ITU

Doreen T. Bogdan-Martin, KD2JTX var kjörin í embætti aðalritara Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) á fundi sambandsins í Búkarest í Rúmeníu fyrr í dag, 28. september. Þetta er í fyrsta skipti í 157 ára sögu ITU sem kona er valin til að gegna þessu æðsta embætti Alþjóðafjarskiptasambandsins. Hún tekur við embætti 1. janúar 2023. Radíóamatörar fagna að leyfishafi […]

,

OCEANIA DX SSB KEPPNIN 2022

77. Oceania DX keppnin á SSB verður haldin um næstu helgi, 1.-2. október. Landsfélög radíóamatöra í Ástralíu (WIA) og á Nýja Sjálandi (NZART) standa saman að viðburðinum. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst kl. 06 laugardaginn 1. október og lýkur kl. 06 sunnudaginn 2. október. Keppnin fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 […]

,

ENDURVARPAR, STAFVARPAR OG RADÍÓVITAR

Radíóamatörum hér á landi standa til boða eftirtaldir endurvarpar á VHF og UHF, stafvarpar og/eða internetgáttir á VHF og radíóvitar á VHF. Endurvarpar í metrabylgjusviðinu (VHF): TF1RPB – Bláfjöll (2 metrar). TF1RPE – Búrfell (2 metrar). TF2RPJ – Mýrar (2 metrar). TF3RPA – Skálafell (2 metrar). TF3RPK – Skálafell (2 metrar). TF5RPD – Vaðlaheiði (2 […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 29. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 29. september frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

FRÉTTIR AF VIÐTÆKJUM YFIR NETIÐ

KiwiSDR viðtækin yfir netið á Bjargtöngum, Galtastöðum og Raufarhöfn eru í góðu lagi 22. september, nema Airspy R2 SDR viðtækið Perlunni er úti. Unnið er að viðgerð. KiwiSDR viðtækið sem setja átti upp til prufu í fjarskiptaherbergi ÍRA reyndist bilað, en þess er að vænta að það verði QRV á næstunni. Bjargtangar. KiwiSDR (10 Khz […]

,

CQ WW RTTY DX KEPPNIN 2022

36. CQ World Wide RTTY DX keppnin fer fram um næstu helgi. Þetta er 48 klst. keppni, sem hefst kl. 00:01 á laugardag 24. september og lýkur tveimur sólarhringum síðar, sunnudag 25. september kl. 23.59. Keppnin er í nokkrum atriðum ólík öðrum WW keppnum CQ tímaritsins. Hún fer t.d. ekki fram á 160 metrum; einnig […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 22. SEPTEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 22. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að tæma pósthólfið og flokka innkomin kort. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Ath. að töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti […]

,

VATÍKANIÐ Á MORGUN, LAUGARDAG

Fyrir þá sem vantar Vatíkanið gefst tækifæri á morgun, laugardaginn 17. september. Þá verður kallmerkið HVØA sett í loftið HF. Upplýsingar á þyrpingu (e. cluster) þegar þar að kemur. Það er Marija Kostic, YU3AWS mun virkja stöðina á HF a.m.k. á SSB. Marja ætlar að byrja í loftinu upp úr kl. 08 GMT. QSL: IKØFVC. […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 15. SEPTEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 15. september fyrir félagsmenn og gesti. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður. Mikið rætt um skilyrðin á HF og 6 metrum sem hafa verið að koma upp að undanförnu. Rætt um búnað til fjarskipta um QO-100 gervitunglið, en líkur eru á að a.m.k. fjórir nýir TF leyfishafar […]