,

SKELJANES Á FIMMTUDAG

Vetrardagskráin heldur áfram. Á fimmtudag, 24. nóvember er tvennt í boði í Skeljanesi.

Kl. 17: Námskeiðið „Fyrstu skrefin“.
Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir. Áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari í síma 862-3151.

Kl. 20:30: Erindið „Skipulag alþjóðasamtaka radíóamatöra“.
Kristján Benediktsson, TF3KB flytur.

QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið og raða kortum. Kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Hans Konrad Kristjánsson TF3FG sótti námskeið hjá Óskari Sverrissyni TF3DC í Skeljanesi 10. nóvember s.l. Konni var ánægður með námskeiðið og sagði að það sé mjög nytsamlegt fyrir mann eins og hann að fá innsýn í fjarskiptin á böndunum eins og þau fara fram í dag, en hann sagðist t.d. lítið hafa fylgst með innleiðingu á tölvum í áhugamálið frá 1986. Og nú, þegar hann væri tilbúinn til að fara í loftið á ný hafi m.a. verið áhugavert að kynnast stafrænum tegundum útgeislunar, s.s. FT8, auk þess sem rafrænar fjarskiptadagbækur séu nauðsyn. Ljósmynd: TF3JB.
Kristján Benediktsson TF3KB . Myndin var tekin í eitt af mörgum skiptum sem hann hefur flutt erindi um alþjóðamál radíóamatöra í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 5 =