Entries by TF3JB

,

ARRL CW KEPPNIN 2023 – 18.-19. FEBRÚAR

Morshluti ARRL International DX keppninnar 2023 verður haldinn um komandi helgi, 18.-19. febrúar. Keppnin stendur í tvo sólarhringa; hefst á miðnætti á laugardag og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59. Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 16. FEBRÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20 til 22 fyrir félagsmenn og gesti. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

AÐALFUNDUR ÍRA 2023 – FUNDARBOÐ

Ágæti félagsmaður! Með tilvísan til 17. gr. félagslaga, er hér með boðað til aðalfundar ÍRA sunnudaginn 19. febrúar 2023. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. Reykjavík 11. febrúar 2023, f.h. stjórnar ÍRA, Jónas Bjarnason, TF3JBformaður (Fundarboð var formlega sent félagsmönnum […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 9. FEBRÚAR

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 9. febrúar. Sérstakur gestur okkar var Albert (Bert) Flower III, N1MXO frá Nantucket í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann var að heimsækja okkur annan fimmtudaginn í röð og tók m.a. nokkur sambönd frá TF3IRA á heimaslóðir á austurströnd Bandaríkjanna. Umræður voru um tækin, m.a. nýjar stöðvar sem sagt er að […]

,

DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 8. febrúar 2023. Sautján TF kallmerki eru með virka skráningu. Að þessu sinni hefur staða fimm kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista (10.12.2022). Mathías Hagvaag, TF3MH kemur að þessu sinni inn með uppfærða stöðu og 7. DXCC viðurkenninguna sem er á 10 metrum. Hann hafði fyrir DXCC […]

,

STÓRU SÝNINGARNAR 2023

Vegna fjölda fyrirspurna fylgja hér á eftir upplýsingar um stóru sýningarnar þrjár sem haldnar eru á árinu 2023 fyrir radíóamatöra. Hamvention 2023 verður haldin helgina 19.-21. maí n.k. Sýningin er haldin á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia í Ohio í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: […]

,

NEYÐARFJARSKIPTI Í EVRÓPU

ÁRÍÐANDI! ÍRA hafa borist upplýsingar um sjö tíðnir á HF sem hefur verið teknar til notkunar fyrir neyðarfjarskipti radíóamatöra, eftir að jarðskjálfti 7,8 að stærð reið yfir suðurhluta Tyrklands s.l. nótt. Staðfest eru yfir 5000 andlát en óttast er að enn fleiri hafi látist, bæði í Tyrklandi og nágrannaríkinu Sýrlandi. 160 metrar: 1.855 MHz 80 […]

,

CQ WPX RTTY KEPPNIN 2023

CQ WPX RTTY keppnin verður haldin helgina 11.-12. febrúar n.k. Þetta er tveggja sólarhringa keppni og er markmiðið að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt. Tíðnisviðin eru 3,5, 7, 14, 21 og 28 MHz. QSO punktar: Sambönd við sömu stöð einu sinni […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 9. FEBRÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 9. febrúar frá kl. 20 til 22 fyrir félagsmenn og gesti. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Sending af QSL kortum er væntanleg og mun QSL stjóri vitja kortanna í pósthólf félagsins á miðvikudag og flokka í hólf félagsmanna fyrir fimmtudagskvöld. Nýjustu tímaritin […]

,

BÚRI “TÍMABUNDIÐ Í REYKJAVÍK”

Endurvarpinn TF1RPE á fjallinu Búrfelli (Búri) sem ekki hefur verið auðvelt að opna allsstaðar frá á höfuðborgarsvæðinu, var tengdur um hlekk frá félagsstöðinni TF3IRA í Skeljanesi í dag, sunnudaginn5. febrúar. Tengingin er gerð í tilraunaskyni og til bráðabirgða og verður virk a.m.k. til næsta fimmtudagskvölds, 9. febrúar. Félagið fékk að láni HYS stöð af gerðinni […]