,

TF3LM Í SKELJANESI Á MORGUN, LAUGARDAG

Ný vetrardagskrá ÍRA heldur áfram á fullu.

Á morgun, laugardag 18. mars mætir Jón G. Guðmundsson, TF3LM í Skeljanes með erindið: „Tilraunir með útgeislun frá VHF loftnetum“.

Jón segir frá niðurstöðum mælinga sem hann hefur gert á mismunandi tegundum VHF loftneta undanfarin misseri, bæði frá bílum og heimahúsum.

Í tilraunum sínum, hefur hann m.a. notast við viðtæki Karls Georgs, TF3CZ yfir netið sem er staðsett í Perlunni í Öskjuhlíð í Reykjavík (sem þekur tíðnisviðið 24-1800 MHz).

Húsið opnar kl. 13:00 og erindið hefst stundvíslega kl. 13:30. Veglegar kaffiveitingar.

Félagsmenn fjölmennið!

Stjórn ÍRA.

Jón G. Guðmundsson TF3LM virkjaði TF3IRA í VHF/UHF leikunum 2022. Mathías Hagvaag TF3MH fylgist með. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − 3 =