Entries by TF3JB

,

STÆRSTU SÝNINGARNAR FYRIR RADÍÓAMATÖRA

Vegna fyrirspurna fylgja hér á eftir upplýsingar um stærstu alþjóðlegu sýningarnar sem haldnar eru á árinu 2023 fyrir radíóamatöra. HAMVENTION 2023 verður haldin helgina 19.-21. maí n.k. Sýningin er haldin á sýningarsvæði Greene County Fair and Expo Center í borginni Xenia (24 km austur af Dayton) í Ohio í Bandaríkjunum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða […]

,

NÁMSKEIÐIÐ “FYRSTU SKREFIN” Á FIMMTUDAG

Á morgun, fimmtudag 11. maí verður námskeiðið: Fyrstu skrefin í boði í Skeljanesi kl. 17:00-19:00. Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir. “Fyrstu skrefin” eru hugsuð jafnt fyrir nýja sem eldri leyfishafa sem óska eftir tilsögn/leiðbeiningum um hvernig best er að standa að því að fara í loftið. Í boði eru einkatímar með reyndum leyfishafa sem kynnir grundvallaratriði […]

,

FIMMTUDAGSERINDI FRESTAST

Áður kynnt erindi Valgeirs Péturssonar, TF3VP: „Samsetning á HF transistormagnara“ sem halda átti fimmtudaginn 11. maí kl. 20:30 frestast af óviðráðanlegum ástæðum. NÝ DAGSETNING: Fimmtudagur 1. júní kl. 20:30. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu. Félagsaðstaðan verður opin á fimmtudag 11. maí frá kl. 20:00. Nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að flokka […]

,

TF3VP Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 11 maí kl. 20:30. Þá mætir Valgeir Pétursson, TF3VP í Skeljanes með erindið: Samsetning á HF transistormagnara. Valgeir hefur verið að smíða RF magnara fyrir HF tíðnir með transistorútgangi og ætlar að segja okkur frá þessu ferli í máli og myndum. Hann kemur með smíðagripinn með sér á staðinn. […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR HELGINA 13.-14. MAÍ

VOLTA WORLD WIDE RTTY keppnin hefst á laugardag 13. maí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. maí kl. 12:00. Hún fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.http://www.contestvolta.com/rules.pdfSkilaboð: RST+raðnúmer+CQ svæði. CQ-M INTERNATIONAL INTERNATIONAL DX keppnin hefst á laugardag 13. maí kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 14. maí kl. 12:00. […]

,

VEL HEPPNAÐUR FLÓAMARKAÐUR

Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 fór fram 7. maí í Skeljanesi og var haldinn samtímis í félagsaðstöðunni og yfir netið. Notað var forritið „Google Meet“ og voru félagsmenn veftengdir á Suðurlandi, Vesturlandi, Norðurlandi og á Höfuðborgarsvæðinu. Markaðurinn var tvískiptur. Annars vegar var tækjum og búnaði stillt upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins […]

,

FLÓAMARKAÐURINN Á SUNNUDAG

Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 7. maí kl. 13-17. Húsið opnar kl. 13:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp. Uppboðið hefst síðan stundvíslega kl. 14:00. Félagsmenn geta fylgst með uppboðinu yfir netið (á sama hátt og […]

,

FLÓAMARKAÐURINN Á MORGUN, SUNNUDAG.

Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 7. maí kl. 13-17. Húsið opnar kl. 12:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp. Uppboðið hefst síðan stundvíslega kl. 14:00. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS stjórnar uppboðinu. Félagsmenn geta fylgst með […]

,

FLÓAMARKAÐUR ÍRA Á SUNNUDAG

. Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 7. maí kl. 13-17. Markaðurinn er fyrir tæki og búnað sem félagsmenn stilla upp á borð í fundarsalnum – ýmist til sölu (eða gefins). Í boði er að það sem ekki hefur selst á fyrsta klukkutímanum verði sett á uppboð kl. 14. Valkvætt er […]

,

FRÓÐLEGUR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Georg Magnússon TF2LL mætti í Skeljanes fimmtudaginn 4. maí og flutti erindið „Ný lausn á rótorhúsi í loftnetsturni“. Hann skýrði okkur frá í máli og myndum, hvernig hann gekk frá stóru stefnuvirku loftneti á turnvagn sem hann breytti úr færanlegum í  kyrrstæðan, á túninu hjá sér uppi í Borgarfirði. Markmið með nýju rótorhúsi og nýrri […]