,

YOTA SUMARBÚÐIR Í KANADA

Ágætu félagar!

Mig langar til að vekja athygli á Youth on the Air Camp (Region 2) sumarbúðunum sem verða haldnar 16.-21. júlí n.k. þar sem krakkar frá norður-, suður- og mið Ameríku virkja kallmerkið VE3YOTA frá búðunum í Ottawa í Kanada.

Þau munu virkja kallmerkið inn á milli vinnustofa eða svefntíma og eru með setta tíma á HF stöðvar   17, 18., 19 og 20. júlí kl. 23:00-02:30 GMT – og um gervitungl 19. júlí kl. 14-17 GMT.

Hægt er að fylgjast með þeim hafa samband við geimfarana í alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) og á opnunar- og lokunarhátíð sumarbúðanna á þessari vefslóð: //www.youtube.com/@yotaregion2/streams

Á sömu YouTube rás verða líka sett myndbönd um hvað þau höfðu fyrir stafni yfir daginn.

Með góðri kveðju og 73,

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ
Ungmennafulltrúi ÍRA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × five =