RSGB IOTA KEPPNIN 2023
RSGB IOTA keppnin hefst á laugardag 29. júlí kl. 12 á hádegi og lýkur á sama tíma á sunnudag. Keppnin fer fram á morsi og/eða tali á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd við stöðvar á eyjum sem hafa IOTA númer gefa margfaldara.
Þátttakendur hér á landi gefa upp RS(T) + raðnúmer + IOTA númer. IOTA númerið fyrir Ísland er E-021 (fastalandið) – en EU-71 fyrir Vestmannaeyjar og EU-168 ef leyfishafi er staddur á einhverri annarri eyju við landið.
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!