Entries by TF3JB

,

TF3VS FÆR 5BDXCC VIÐURKENNINGU.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS hefur fengið staðfestingu þess efnis, að búið sé að samþykkja umsókn hans um 5 banda DXCC (5BDXCC) viðurkenningu hjá ARRL. Viðurkenningin er veitt þeim leyfishöfum, sem hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Að auki hefur hann staðfest sambönd við 100 DXCC […]

,

TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 8. NÓVEMBER.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „Dótadegi Ara“ í Skeljanesi laugardaginn 8. nóvember. Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 13 til 16. Þetta verður 4. dótadagurinn í haust og er þema laugardagsins „endurvarpar“. Skoðað verður m.a. hvernig endurvarpi virkar, hvaða stillingar þarf og hvers vegna. Ari mætir á staðinn með Icom VHF endurvarpa af gerðinni […]

,

NIÐURSTAÐA ÚR PRÓFI TIL AMATÖRLEYFIS.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. nóvember 2025. Próftakar í prófinu um raffræði og radíótækni voru 20 og í prófinu um reglur og viðskipti voru 19. Alls náðu 19 árangri til amatörleyfis, þ.e. 14 til G-leyfis og 5 til N-leyfis. Árangur þeirra á prófunum, að lokinni yfirferð fulltrúa Fjarskiptastofu […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 6. NÓVEMBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 6. nóvember á milli kl. 20 og 22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 8.-9. NÓVEMBER.

WAE DX CONTEST, RTTY.Keppnin hefst á laugardag 8. nóvember kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 9. nóvember kl. 23:59.Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + raðnúmer.https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en FISTS SATURDAY SPRINT CONTEST. Keppnin hefst á laugardag 8. nóvember kl. 00:00 og lýkur sama dag kl. 23:59.Keppnin fer fram á […]

,

PRÓF FST TIL AMATÖRLEYFIS 1. NÓVEMBER.

Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis var haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. nóvember 2025 kl. 10:00 árdegis. Alls þreyttu 20 prófið. Niðurstöður verða birtar á þessum vettvangi strax og þær liggja fyrir. Af alls 21 þátttakanda mættu 20 aðilar til prófs. Skipulag prófdagsins var eftirfarandi: (1) Kl. 10-12 Skriflegt próf í raffræði og radíótækni. […]

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN 2025.

Stærsta SSB keppni ársins, CQ WW DX SSB keppnin 2025 fór fram um síðustu helgi, 25.-26. október. Frestur til að skila inn keppnisdagbókum rann út á miðnætti í gær (föstudag). Skilað var gögnum fyrir 9 TF kallmerki í 6 mismunandi keppnisflokkum, sbr. meðfylgjandi töflu. Stjórn ÍRA.

,

UPPSKERUHÁTÍÐ Í SKELJANESI.

„Uppskeruhátið“ ÍRA haustið 2025 fór fram í félagsaðstöðunni Skeljanesi fimmtudaginn 30. október. Til afhendingar voru viðurkenningaskjöl fyrir bestan árangur í fjarskiptaleikum félagsins á árinu; Vorleikum, Sumarleikum og TF útileikum. Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður setti dagskrána stundvíslega kl. 20:30 og bauð félagsmenn velkomna. Að því búnu fluttu þeir Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður TF útileikana og Hrafnkell […]

,

PRÓF TIL LEYFIS RADÍÓAMATÖRA LAUGARDAGINN 1. NÓVEMBER.

Próf fyrir leyfi radíóamatöra fara fram laugardaginn 1. nóvember 2025 í Háskólanum í Reykjavík, kennslustofu M106. Væntanlegir þátttakendur skrái sig í próf ekki síðar en við lok miðvikudags 29. október, með því að senda tölvupóst með fullu nafni og símanúmeri á netfang landsfélags radíóamatöra ÍRA, ira@ira.is  eða hafi samband við félagið með öðrum hætti. Ef […]

,

Félagsmerki ÍRA eru komin aftur.

Límmiðar með félagsmerkinu eru aftur fáanlegir. Stærð er 11,5cm á hæð og 6,5cm á beidd. Hvorttveggja eru fáanleg merki til límingar innaná (t.d. á bílglugga) og til límingar utaná. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verða límmiðarnir afhentir frítt tveir saman (þ.e. einn af hvorri tegund) á opnunarkvöldum í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Stjórn ÍRA.