Entries by TF3JB

,

Orðsending frá neyðarfjarskiptastjóra Í.R.A.

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. hefur óskað eftir birtingu eftirfarandi orðsendingar frá neyðarfjarskiptastjóra IARU svæðis 1 vegna náttúruhamfaranna í Japan. Orðsendingin varðar tíðnir sem notaðar eru til neyðarfjarskipta á vegum systurfélags okkar í Japan og er þess farið á leit við íslenska leyfishafa að virða þessi forgangsfjarskipti hvað varðar notkun 40 metra bandsins. Orðsendingin […]

,

Andrés, TF3AM, verður með fimmtudagserindið 10. mars

Næsta fimmtudagserindi félagsins verður haldið fimmtudaginn 10. mars n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Andrés Þórarinsson, TF3AM, og nefnist erindið “Loftnet sem allir geta smíðað”. Andrés er félagsmönnum af góðu kunnur. Hann hefur tekið virkan þátt í félagsstöfunum Í.R.A. og m.a. skrifað reglulega greinar í CQ TF, auk þess að hafa kennt á námskeiðum félagsins […]

,

Umræðuþema er RTTY á 4. sunnudagsopnun

Ársæll Óskarsson, TF3AO, leiðir umræðuþema dagsins á 4. og næstsíðustu sunnudagsopnun vetrardagskrárinnar, sunnudaginn 6. mars n.k. kl. 10:30. Sæli mun fjalla um notkun RTTY (Radioteletype) á HF-böndunum, en radíóamatörar hafa notað þessa tegnund útgeislunar í fjarskiptum um allan heim í bráðum 60 ár. Fyrst með aðstoð vélbúnaðar (e. teletype machines) en í seinni tíð með […]

,

Kynning í Raftækniskólanum, Tækniskólanum

Í.R.A. stendur fyrir kynningu á starfsemi radíóamatöra í Raftækniskólanum / Tækniskólanum á Skólavörðuholti á svokölluðum opnum dögum skólans sem haldnir eru dagana 3. og 4. mars. Jón Þóroddur Jónsson, verkfræðingur, TF3JA, mun annast kynninguna fyrir hönd félagsins og fer hún fram föstudaginn 4. mars á milli kl. 10-12. Viðburðirnir eru kynntir fyrirfram og þurfa nemendur […]

,

Fimmtudagserindi fellur niður

Áður auglýst fimmtudagserindi Jónasar Bjarnasonar, TF2JB og Guðlaugs K. Jónssonar, TF8GX, um viðurkenningarskjöl sem flytja átti fimmtudaginn 3. mars, fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum. Leitast verður við að finna nýjan tíma sem allra fyrst í samráði við fyrirlesara. Almennt opnunarkvöld verður í félagsaðstöðunni við Skeljanes á venjulegum tíma. TF2JB

,

Námskeið til amatörréttinda hefst 7. mars

Námskeið til amatörréttinda verður haldið á vegum félagsins Íslenskir radíóamatörar á tímabilinu 7. mars til 27. apríl n.k. Kennsla fer fram í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes, mánudaga og miðvikudaga frá kl. 19:00-22:00. Kennslu getur þó lokið fyrr sum kvöld sem er háð kennsluefni hverju sinni. Ath. að ekki verður af sérstöku kynningarkvöldi 2. mars n.k., […]

,

TF3W verður QRV í ARRL DX Phone keppninni

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun starfrækja stöð félagsins í ARRL DX Phone keppninni 5.-6. mars n.k. og nota kallmerkið TF3W. Keppnin hefst kl. 00:00 laugardaginn 5. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 6. mars. Sigurður mun keppa í einmenningsflokki á 14 MHz á hámarksafli (1kW). Markmið keppninnar er að hafa eins mörg QSO og mögulegt […]

,

Frábær fimmtudagur í Skeljanesi…TF3DX fór á kostum

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flutti leiftrandi áhugavert erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. í gærkvöldi, 24. febrúar. Það var sprottið af hönnun hans á sendiloftneti fyrir TF4M á 1,8 MHz. Vilhjálmur lagði upp með grundvallarspurninguna um lárétta eða lóðrétta skautun og hvernig það tengist þeim vanda sem er samfara hönnun loftneta þegar bylgjulengdin er 160 metrar og ekki […]

,

TF3DX verður með fimmtudagserindið 24. febrúar

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 24. febrúar n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, og nefnist erindið “Sendiloftnet TF4M á 160 metrum; sjónarmið við hönnun”. Vilhjálmur segir sjálfur, að hann muni leitast við að setja efnið þannig fram, að hvorutveggja höfði til byrjenda sem og þeirra sem eru lengra komnir í loftnetafræðum. Meðal […]

,

Frábært fimmtudagskvöld með TF3CW og TF3Y

Erindi þeirra Sigurðar, TF3CW og Yngva, TF3Y í félagsaðstöðunni, fimmtudagskvöldið 17. febrúar var vel heppnað. Fullt hús (32 á staðnum) og góðar umræður. Menn slepptu kaffihléi og þeir félagar töluðu til kl. 22:30. Viðstaddir sóttu sér einfaldlega kaffi á meðan á erindinu stóð (sem gafst ágætlega) og gekk kaffikannan látlaust allt kvöldið. Fyrri hluti erindisins […]