,

Veðurblíða á Vita- og vitaskipahelginni á Garðskaga

Myndin var tekin snemma í morgun (laugardag) þegar búið var að tjalda fjarskiptatjaldi Í.R.A. Smári, TF8SM og Jón Gunnar, TF3PPN, tjölduðu. Til hægri á myndinni má sjá bíl þeirra TF/G4ODA og TF/G1GSN sem komu suður eftir í gærkvöldi. Ljósm.: TF3IG.

Vita- og vitaskipahelgin fer fram við Garðskagavita nú um helgina. Fyrstu félagsmennirnar mættu suður eftir þegar á miðvikudag, en vitasúpan fræga verður framreidd stundvíslega kl. 12 á hádegi í dag (laugardag). Það eru þau Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX og XYL Birna, sem hafa undirbúið þessa kraftmiklu súpu af kostgæfni. Gulli sagði, að lykillinn að gæðum súpunnar væri 1. flokks hráefni af Suðurnesjum. Það skal tekið fram að súpan er ókeypis fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra og verður framreidd fram eftir degi á meðan hún endist. Í samtali við Sigurð Smára Hreinsson, TF8SM, í morgun, sem er í forsvari fyrir undirbúnings- og framkvæmdanefnd, voru veðuraðstæður hinar ákjósanlegustu, þ.e. sól, logn, blíðviðri og um 14°C hiti.

Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, sagði veðrið gæti ekki verið betra við vitann.

Við vitann er framúrskarandi góð aðstaða fyrir fjölskyldur, m.a. frí tjaldsvæði og góð aðstaða fyrir hjól- og tjaldhýsi, auk W.C. aðstöðu. Stórt gasgrill er komið á stðainn og geta allir fengið að nota það sem þess óska. Miðað er við að fólk hafi sjálft með sér matföng ásamt meðlæti og drykkjarföngum. Stóra gasgrillið verður tilbúið til afnota á dag (laugardag) frá kl. 18:00.

Stjórn Í.R.A. þakkar undirbúnings- og framkvæmdanefnd góð störf og óskar félagsmönnum ánægjulegrar vitahelgar.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + 14 =