Entries by TF3JB

,

Heimildarmynd frá DX-leiðangri á fimmtudagskvöld

Fimmtudagskvöldið 14. apríl n.k. kl. 20:30 verður boðið upp á sýningu DVD heimildarmyndar frá DX-leiðangri. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og mun hann kynna myndina. Myndin er í boði Þorvaldar Stefánssonar, TF4M, sem gaf félaginu safn slíkra mynda fyrir nokkru. Þetta verður síðasta opnunarkvöld félagsaðstöðunnar fyrir páska, en fimmtudaginn þar á eftir (21. apríl) […]

,

Fróðlegt og áhugavert fimmtudagserindi hjá TF2JB

Jónas Bjarnason, TF2JB, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 7. apríl. Erindið nefndi hann QRV á amatörböndum erlendis? Erindið var með sama heiti og fyrirsögn greinar sem hann skrifaði og birtist í 4. tbl. CQ TF í fyrra (2010). Í meginatriðum var gengið út frá efni sem birtist í greininni, sem og nýju efni […]

,

Fimm fimmtudagserindi komin á heimasíðuna

Nú hafa alls fimm fimmtudagserindi á Power Point glærum verið færð inn á heimasíðu Í.R.A. Þau eru: Erindi Halldórs Guðmundssonar, TF3HZ, um JT65A og WSPR tegundir útgeislunar (frá 11.3.2010). Erindi Sigurður R. Jakobssonar, TF3CW og Yngva Harðarsonar, TF3Y, um keppnir radíóamatöra og keppnisþátttöku (frá 17.2.2011). Erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, um sendiloftnet TF4M á 160 […]

,

Ný APRS sambyggð stafavarpa- og internetgátt

Þann 7. apríl s.l. var útbúin sérstök aðstaða vegna uppsetningar á sambyggðri stafavarpa- og internetgátt fyrir skilaboða- og ferilvöktunarkerfið APRS (Automatic Packet Reporting System) í fjarskiptaaðstöðu félagsins í Skeljanesi. Aðstaðan er á sérstöku borði sem sett var upp á milli fjarskiptaborða A og B í stöðvarherbergi. Stafavarpinn (e. digipeter) mun nota kallmerkið TF3RPG og vinna […]

,

TF2JB verður með fimmtudagserindið 7. apríl n.k.

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 7. apríl n.k., kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Fyrirlesari er Jónas Bjarnason, TF2JB, og nefnist erindið QRV á amatörböndum erlendis? Erindið er með sama heiti og fyrirsögn greinar sem birtist í 4. tbl. CQ TF 2010. Í meginatriðum verður gengið út frá efni sem birtist í […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3HRY

Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY, flutti áhugavert og fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 31. mars s.l. Erindið nefndi hann Loftnet og útgeislun á lægri böndum. Hann fjallaði að mestu um 500 kHz bandið (600 metrana). Eftir inngang um loftnetafræðina, benti Henry á áhugaverðar loftnetslausnir fyrir leyfishafa sem áhugasamir eru um bandið (og jafnvel um enn […]

,

Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn laugardaginn 21. maí n.k.

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 21. maí 2011. Fundurinn verður haldinn í Princton fundarsal Radisson Blu hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga. Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 26. gr. laganna þurfa tillögur að […]

,

Skráning á námskeið í Win-Test keppnisforritinu hafin

Í.R.A. gengst fyrir síðara hraðnámskeiði vetrardagskrár til kynningar á “Win-Test” keppnisdagbókarforritinu þriðjudaginn 5. apríl n.k. kl. 18:30-21:00. Námskeiðið er tveggja kvölda og verður síðari námskeiðsdagurinn viku síðar, eða 12. apríl á sama stað og tíma. Leiðbeinandi verður sem áður, Yngvi Harðarson, TF3Y. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig sem fyrst á póstfangið “ira hjá […]

,

Tormod Bøe, LA7OF, formaður NRRL er látinn

Fregnir bárust nýlega frá NRRL þess efnis, að Tormod Bøe, LA7OF, formaður Norsk Radio Relæ Liga (NRRL), sé látinn. Hann var 71 árs að aldri. Jarðarförin fer fram í dag, þriðjudaginn 29. mars 2011. Stjórn Í.R.A. hefur sent svohljóðandi samúðarkveðju: Islandske radiomatörer minnes NRRL president Thormod Bøe LA7OF ved hans bortgang med takk for hans […]

,

8 milljónir stiga í CQ World-Wide WPX keppninni

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ Word-Wide WPX keppninni (SSB hluta) helgina 26.-27. mars og gekk framúrskarandi vel. Niðurstaðan var: 3.285 QSO og 1170 forskeyti eða alls 8.085.560 stig. Sigurður notaði hámarks leyfilegan þátttökutíma í keppninni, eða 36 klst. en miðað er við 12 klst. lágmarkshvíld keppenda. Sigurður var að jafnaði með 91,4 […]