Til hamingju TF3CW með 2. sætið yfir heiminn!
Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ Word-Wide WPX keppninni (SSB hluta) helgina 26.-27. mars 2011 og gekk framúrskarandi vel. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) liggja nú fyrir og náði Sigurður 2. sæti yfir heiminn í einmenningsflokki, hámarksafli, á 14 MHz. Heildarniðurstaða hans var 8,050,468 stig. Þessi árangur tryggir honum jafnframt 1. sætið í Evrópu […]
