,

Vilhjálmur TF3DX verður með fimmtudagserindið

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX.

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flytur fimmtudagserindið á vetrardagskrá félagsins í þessari viku, þann 27. október n.k. Umræðuefnið er „Merki og mótun” og byggir á kennsluefni sem hann útbjó fyrir námskeið Í.R.A. til amatörprófs s.l. vor.

Það er vaxandi gróska í merkjafræðilegri þróun amatörfjarskipta, og því heppilegra að leggja fremur áherslu á grunnhugmyndir þeirra fræða en sögulega röð mótunaraðferða. Vilhjálmur mun t.d. útskýra DSB-SC (e. double sideband, suppressed carrier) á undan AM, en ekki öfugt, eins flestir hafa alist upp við til þessa.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna. Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 4 =