Entries by TF3JB

,

Ný stjórn Í.R.A. hefur skipt með sér verkum

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Í.R.A. starfsárið 2012-2013 var haldinn miðvikudaginn 30. maí 2012 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Stjórnin skipti með sér verkum á fundinum og er skipan embætta sem hér segir á nýju starfsári:     Embætti Nafn stjórnarmanns Kallmerki Leyfisbréf Formaður Jónas Bjarnason TF2JB 80 Varaformaður Andrés Þórarinsson TF3AM 88 Ritari Sæmundur E. Þorsteinsson […]

,

WAZ og WAS fyrir TF3IRA í umsóknarferli

Mathías Hagvaag, TF3-035, hefur unnið að frágangi radíódagbóka og QSL korta félagsstöðvarinnar undanfarin misseri. Langþráðu takmarki var náð þann 20. október (2011) en þann dag voru þrjú DXCC viðurkenningaskjöl fyrir TF3IRA sótt í innrömmun og negld á vegg í fjarskiptaherbergi félagsins. Nú hefur Mathías lokið við gerð umsóknar fyrir fyrsta WAZ (Worked All Zones) viðurkenningarskjalið svo og gerð […]

,

Öll gögn frá aðalfundi 2012 komin

Öll gögn stjórnar félagsins frá aðalfundinum 2012 hafa nú verið sett inn á heimasíðuna. Þau eru: Skýrsla um starfsemi Í.R.A. 2011-2012. http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Ársskýrsla-ÍRA-2011-2012.pdf Reikningar félagssjóðs Í.R.A. 2011-2012. http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Ársreikningur-ÍRA-2011-2012.pdf Fundargerð aðalfundar Í.R.A. 2012. http://www.ira.is/fundargerdir/adalfundir/adalfundur-ira-2012/ Félagslög Í.R.A. samþykkt á aðalfundi 2012. http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Félagslög-ÍRA-samþykkt-á-aðalfuni-2012.pdf F.h. stjórnar Í.R.A. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

,

Fleiri gögn frá aðalfundi 2012 komin

Eftirtalin gögn frá aðalfundi 2012 eru komin til viðbótar inn á heimasíðu félagsins: Skýrsla formanns um starfsemi félagsins 2011-2012. Ársreikningur félagssjóðs fyrir fjárhagsárið 2011-2012. Hægt er að nálgast gögnin því að fara undir veftré og leit og smella á Félagið og velja Aðalfundur 2012 eða smella á eftirfarandi vefslóð: http://www.ira.is/fundargerdir/adalfundir/adalfundur-ira-2012/ Þau gögn sem upp á vantar frá aðalfundi verða birt fljótlega.

,

Hluti gagna frá aðalfundi 2012 kominn

ög Í.R.A. hafa verið uppfærð samkvæmt samþykktum breytingum á aðalfundi félagsins þann 19. maí s.l. Breytingar voru gerðar á 5. og 8. greinum, auk þess sem ný grein, 24. gr., kom inn. Sú grein sem áður var merkt 24. gr. varð 25. gr., o.s.frv. Félagslög samþykkt á aðalfundi 2012: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Félagslög-ÍRA-samþykkt-á-aðalfuni-2012.pdf Lög ÍRA: http://www.ira.is/log-ira/ Önnur fundargögn aðalfundar, s.s. […]

,

CQ WW WPX CW keppnin er 26.-27. maí n.k.

Morshluti CQ World-Wide WPX keppninnar fer fram um næstu helgi, 26.-27. maí n.k.Keppnin er tveggja sólahringa keppni og hefst kl. 00:00 laugardaginn 26. maí og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 27. maí. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Í boði eru fjórir keppnisflokkar: Keppnisflokkur Undirflokkar Einmenningsflokkur (a) Allt að 1500W; […]

,

Frá aðalfundi Í.R.A. 2012

Aðalfundur Í.R.A. 2012 var haldinn 19. maí 2012 í Snæfelli fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt samþykkt undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, fundarstjóri og Andrés Þórarinsson, TF3AM,fundarritari. Alls sóttu 24 félagsmenn fundinn samkvæmt skráningu í viðverubók. […]

,

40 QSO frá TF við 7O6T DX-leiðangurinn

DX-leiðangurinn til Socotra eyju í Jemen stóð yfir frá 30. apríl til 15. maí. Alls náðust 162.029 sambönd. Sambönd frá TF-stöðvum urðu alls 40 og áttu 17 TF-stöðvar þessi sambönd. Flest sambönd hafði Yngvi Harðarson, TF3Y, eða átta; Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX,hafði sex; og Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, hafði fjögur. Aðrir höfðu færri sambönd. Þorvaldur Stefánsson, TF4M, hafði eina sambandið frá […]

,

Ákvörðun PFS nr. 112, 2012.

Póst- og fjarskiptastofnun birti eftirfarandi frétt um ákvörðun nr. 112/12 í dag, 16. maí, á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni: Fjarskiptabúnaður radíóáhugamanns ekki talinn valda skaðlegri geislun. Fréttin er birt í heild sinni hér á eftir. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 12/2012 vegna kvörtunar um heilsufarslega skaðleg áhrif rafsegulgeislunar frá fjarskiptasendibúnaði. Kvartað var til stofnunarinnar […]

,

Aðalfundur Í.R.A. 2012 er laugardaginn 19. maí

Aðalfundur Í.R.A. 2012 verður haldinn laugardaginn 19. maí n.k. í Snæfelli (áður “Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt félagslögum. Nánar er vísað í fundarboð sem var sent til félagsmanna þann 28. apríl s.l. og auglýsingar í 2. tbl. CQ TF sem sent var til félagsmanna […]