JX5O DX-leiðangurinn er lagður af stað
Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI, heimsótti bækistöðvar JX5O leiðangursins í Laugarnesi í Reykjavík í gær, þann 3. júlí. Samkvæmt áætlun átti hópurinn að leggja úr höfn á Dalvík í dag kl. 20 (4. júlí). Þegar Ara bar að garði voru prófanir svo gott sem um garð gengnar og allt var samkvæmt áætlun og hafði gengið vel. […]