Miklar truflanir í segulsviðinu
Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring. Linuritin neðar á síðunni sýna það sem hefur verið að gerast síðastliðinn sólarhring, þ.e. frá hádegi 16. júní til hádegis 17. júní. Á hádegi í dag, þann 17. júní, stóð K-gildið í rúmlega 6, en vísun yfir 5 er flokkuð sem segulstormur. Skilyrðaspár eru þess efnis að truflanir haldi áfram […]
