Entries by TF3JB

,

Hluti gagna frá aðalfundi 2012 kominn

ög Í.R.A. hafa verið uppfærð samkvæmt samþykktum breytingum á aðalfundi félagsins þann 19. maí s.l. Breytingar voru gerðar á 5. og 8. greinum, auk þess sem ný grein, 24. gr., kom inn. Sú grein sem áður var merkt 24. gr. varð 25. gr., o.s.frv. Félagslög samþykkt á aðalfundi 2012: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Félagslög-ÍRA-samþykkt-á-aðalfuni-2012.pdf Lög ÍRA: http://www.ira.is/log-ira/ Önnur fundargögn aðalfundar, s.s. […]

,

CQ WW WPX CW keppnin er 26.-27. maí n.k.

Morshluti CQ World-Wide WPX keppninnar fer fram um næstu helgi, 26.-27. maí n.k.Keppnin er tveggja sólahringa keppni og hefst kl. 00:00 laugardaginn 26. maí og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 27. maí. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Í boði eru fjórir keppnisflokkar: Keppnisflokkur Undirflokkar Einmenningsflokkur (a) Allt að 1500W; […]

,

Frá aðalfundi Í.R.A. 2012

Aðalfundur Í.R.A. 2012 var haldinn 19. maí 2012 í Snæfelli fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf; kosin ný stjórn, samþykktar lagabreytingar ásamt samþykkt undir liðnum önnur mál. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, fundarstjóri og Andrés Þórarinsson, TF3AM,fundarritari. Alls sóttu 24 félagsmenn fundinn samkvæmt skráningu í viðverubók. […]

,

40 QSO frá TF við 7O6T DX-leiðangurinn

DX-leiðangurinn til Socotra eyju í Jemen stóð yfir frá 30. apríl til 15. maí. Alls náðust 162.029 sambönd. Sambönd frá TF-stöðvum urðu alls 40 og áttu 17 TF-stöðvar þessi sambönd. Flest sambönd hafði Yngvi Harðarson, TF3Y, eða átta; Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX,hafði sex; og Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, hafði fjögur. Aðrir höfðu færri sambönd. Þorvaldur Stefánsson, TF4M, hafði eina sambandið frá […]

,

Ákvörðun PFS nr. 112, 2012.

Póst- og fjarskiptastofnun birti eftirfarandi frétt um ákvörðun nr. 112/12 í dag, 16. maí, á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni: Fjarskiptabúnaður radíóáhugamanns ekki talinn valda skaðlegri geislun. Fréttin er birt í heild sinni hér á eftir. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 12/2012 vegna kvörtunar um heilsufarslega skaðleg áhrif rafsegulgeislunar frá fjarskiptasendibúnaði. Kvartað var til stofnunarinnar […]

,

Aðalfundur Í.R.A. 2012 er laugardaginn 19. maí

Aðalfundur Í.R.A. 2012 verður haldinn laugardaginn 19. maí n.k. í Snæfelli (áður “Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt félagslögum. Nánar er vísað í fundarboð sem var sent til félagsmanna þann 28. apríl s.l. og auglýsingar í 2. tbl. CQ TF sem sent var til félagsmanna […]

,

Farsælt flug TF3CCP miðvikudaginn 9. maí

Nemendur við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík sendu upp í dag, þann 9. maí, loftbelg í framhaldi af 8. EVE Online Fanfest hátíð tölvuleikjaframleiðandans CCP sem haldin var í Reykjavík 22.-24. mars s.l. Upphaflega átti að setja belginn á loft þann 24. mars, en veður hamlaði og var fluginu frestað. Þetta flug fór nú fram í […]

,

EchoLink tenging TF3GW nú með tónlæsingu

Þór Þórsson, TF3GW, hefur nú útbúið EchoLink gátt sína á 145.325 MHz með hefðbundinni tónlæsingu, CTCSS. Tónninn sem er notaður er á 67 riðum. Stöðin er 25W og er stillt á “wideband” mótun. Breyting þessi var gerð 7. maí 2012 kl. 18:00. Fram kom í símtali við Þór í dag, að með innsetningu tónlæsingarinnar getur EchoLink gáttin […]

,

EchoLinkur TF3GW QRV á ný

Þór Þórisson, TF3GW, hefur á ný gangsett EchoLink sinn á tíðninni 145.325 MHz; “node” númer 283634. Í samtali við Dadda í síma í dag, 5. maí, kom m.a. fram, að hann hefur að undanförnu unnið að uppfærslu búnaðarins, m.a. beinis (e. router), tölvu og hljóðkorts. Hann tekur fram, að enn geti komið fram hnökrar í notkun þar sem síðustu […]