Entries by TF3JB

,

Efni frá námskeiði Í.R.A. komið á vefinn

Athygli þátttakenda á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs er vakin á því að PowerPoint glærur frá 8. kennslukvöldi sem fram fór 8. mars s.l., hafa verið settar inn á vefsvæði prófnefndar á heimasíðu félagsins. Kennari: Ágúst Úlfar Sigurðsson, TF3AU. Um er að ræða tvenn PowerPoint skjöl, þ.e. Námskeið Í.R.A., transistorar og Námskeið Í.R.A., díóður. Glærurnar má nálgast á þessari vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/ Þakkir til Ágústs Úlfars […]

, ,

Alþjóðlega RDXC keppnin 2013

Russian DX Contest er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 16. mars og lýkur á sama tíma sunnudaginn 17. mars. Í boði er að keppa annaðhvort eða bæði (e. mixed), á CW eða SSB. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer (sem hefst á 001), en rússneskar stöðvar gefa upp RS(T) og tveggja bókstafa „oblast” kóða. Keppnin fer fram á 160-10 […]

,

Spennandi helgi framundan í Skeljanesi

                                  Þrír viðburðir verða í boði á vetrardagskrá Í.R.A. í félagsaðstöðunni í Skeljanesi um komandi helgi. Tveir verða í boði á laugardag. Sá fyrri er hraðnámskeið í keppnisdagbókarforritinu Win-Test (upprifjun-2). Yngvi Harðarson, TF3Y, leiðbeinir og hefst námskeiðið stundvíslega kl. 10 árdegis. Félagsmönnum […]

,

Sérstakur fimmtudagsfundur 14. mars

Í.R.A. boðar hér með til sérstaks fimmtudagsfundar í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 14. mars kl. 20:30 um skipulag VHF/UHF mála. Um er að ræða framhald fundar um sama málefni sem haldinnn var þann 24. janúar s.l. Dagskrá verður tvíþætt. Annarsvegar, inngangur Benedikts Guðnasonar, TF3TNT,VHF stjóra Í.R.A. og hinsvegar, umræður. Fundarstjóri verður Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, gjaldkeri Í.R.A. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn […]

,

TF3JB, TF3Y og TF3SA í Skeljanesi um helgina

Skemmtilegir viðburðir voru í boði á vetrardagskrá Í.R.A. helgina 7.-10. mars. Helgin hófst á hefðbundnu fimmtudagserindi, síðan var hraðnámskeið í gær (laugardag) og sunnudagsopnun í morgun, á messutíma. Samtals sóttu yfir 40 félagsmenn þessa þrjá viðburði. TF3JB flutti fimmtudagserindið þann 7. mars. Það fjallaði um „nýju böndin” svokölluðu, þ.e. 4 metra, 60 metra, 160 metra (1850-1900 kHz) og 630 metra. Þá […]

,

TF3SA verður á 2. sunnudagsopnun vetrarins

2. sunnudagsopnun Í.R.A. á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 10. mars n.k. Yfirskriftin er: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes”. Stefán ætlar að koma með sex morslykla úr eigin safni og skorar á aðra félaga að taka sem flesta lykla með sér. Húsið opnar kl. 10 árdegis. Miðað er við að dagskrá verði tæmd […]

,

TF3Y verður á Win-Test námskeiði á laugardag

Í.R.A. gengst fyrir upprifjun-1 á notkun Win-Test keppnisdagbókarforritsins laugardaginn 9. mars n.k. kl. 10:00-12:00. Námskeiðið verður haldið í fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Leiðbeinandi: Yngvi Harðarson, TF3Y. Félagsmönnum er bent á, að þetta er upplagt tækifæri fyrir fyrir þá, sem e.t.v. þurfa smávægilega upprifjun, eða hafa spurningar um grundvallarþætti í notkun forritsins. Þeir sem lengra eru komnir, myndu e.t.v. frekar mæta á […]

,

Glæsilegur árangur TF2RR, 11. sæti í Evrópu

Þrjár íslenskar stöðvar skiluðu gögnum til keppnisnefndar CQ tímaritsins vegna þátttöku í CQ World-Wide DX RTTY keppninni 2012, sem haldin var helgina 29.-30. september síðastliðinn. Í marshefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr keppninni. Samkvæmt þeim, náði TF2RR 11. sæti yfir Evrópu og 14. sæti yfir heiminn í sínum keppnisflokki. Að baki þessum árangri voru 2.968 QSO og 3,382,323 heildarstig. […]

,

TF5RPD á Vaðlaheiði QRV á ný

Endurvarpi félagsins í Vaðlaheiði, TF5RPD, var gangsettur á ný þann 1. mars. Hann hafði þá verið úti um nokkurn tíma. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS,hafði aflgjafinn slegið út. Hann segir að allt virðist nú í góðu lagi, m.a. auðkenni á morsi. Endurvarpinn hefur annars gengið mjög vel eftir að hann var settur yfir á „stóra” loftnetið sem tengt var […]

,

Vel heppnaður sunnudagur í Skeljanesi

Guðjón Helgi Egilsson, TF3WO, stýrði 1. sunnudagsopnun vetrarins í Skeljanesi þann 3. mars. Yfirskrift viðburðarins var kynning á Kenwood „Sky Command System II+”. Dagskráin var þrískipt. Fyrst greinargóð PowerPoint kynning, síðan fluttu viðstaddir sig upp í fjarskiptaherbergi TF3IRA og loks niður í stóra sófasettið á 1. hæð þar sem í boði var kaffi og meðlæti. Fram kom m.a., […]