,

TF útileikarnir, kynning TF3EK.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætti í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 26. júlí og kynnti reglurnar, en TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina, 4.-6. ágúst n.k.

Hann fór vel yfir reglurnar sem voru uppfærðar fyrir leikana í fyrra. Hann útskýrði m.a. stigagjöf og margfaldara, en margfaldararnir (e. Maidenhead locator) eru notaðir til að reikna endanlegan stigafjölda. Þá kynnti Einar loftnetalausnir sem henta vel fyrir lægri böndin í útileikunum og sýndi myndir af hentugum loftnetum sem hann hefur sjálfur notað í leikunum.

Hann benti á, að dagbækur má senda í tölvupósti eða skila með því að fylla út eyðublað á netinu (eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar). Frestur til að ganga frá dagbókum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi.

Töluverðar umræður urðu eftir kynninguna og svaraði Einar greiðlega framkomnum spurningum. Þeim félögum sem ekki áttu heimangengt á kynninguna er bent á grein hans í 2. tbl. CQ TF 2018 (bls. 44).

 

Einar Kjartansson, TF3EK, útskýrir reglur TF útileikana í Skeljanesi 26. júlí. Arnþór Wilhelm Sigurðsson, TF3AWS, fylgist með af áhuga. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − fifteen =