Entries by TF3JB

,

FÉLAGSAÐSTAÐAN LOKUÐ Á SKÍRDAG

Páskahátíðin nálgast. Næstkomandi fimmtudag, 18. apríl, er skírdagur. Félagsaðstaða ÍRA verður lokuð þann dag. Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður.

,

VERÐSKRÁ ÍRA QSL BUREAU HÆKKAR 15. APRÍL

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri ÍRA QSL Bureau, tilkynnti á aðalfundi félagsins í febrúar s.l. um fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá stofunnar. Forsendur hafa nú verið skoðaðar og hefur QSL stjóri ákveðið að kostnaður fyrir hvert QSL kort hækki frá og með deginum í dag, 15. apríl 2019, úr 9,50 í 10,00 krónur. Hækkunin nemur 5,3%, […]

,

PÁSKALEIKARNIR 2019 NÁLGAST

Páskaleikarnir 2019 standa yfir í tvo sólarhringa; hefjast laugardaginn 20. apríl kl. 00:01 og lýkur, sunnudaginn 21. apríl kl. 23:59. Markmiðið er að fá menn í loftið og hafa gaman af. Leikarnir fara fram á 2M – 4M – 6M – 70CM – 23CM og 80M. Allar tegundir útgeislunar (mótanir) eru heimilaðar. Hafa má samband […]

,

ALÞJÓÐADAGUR RADÍÓAMATÖRA ER 18. APRÍL

Alþjóðadagur radíóamatöra er á fimmtudag, 18. apríl. Þann mánaðardag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 94 árum. Aðildarfélög IARU voru í upphafi 25 talsins, en eru í dag starfandi í yfir 160 þjóðlöndum heims með yfir 4 milljónir leyfishafa. IARU er skipt niður á þrjú svæði […]

,

TF8KY: Ferðasaga og Páskaleikar ÍRA 2019

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, mætti í Skeljanes 11. apríl og sagði okkur ferðasögu frá DX-leiðangri til Seychelles eyja sumarið 2016. Eftir kaffihlé, fór hann yfir og kynnti reglur Páskaleikana 2019. Keli sagðist hafa verið tiltölulega reynslulítill í DX og keppnum þegar honum var boðið að taka þátt í S79V leiðangrinum 1.-10. júlí 2016. Hann sýndi myndir […]

,

TF8KY: DX-LEIÐANGUR TIL S79V – FERÐASAGA

Næst á vetrardagskrá ÍRA er ferðasaga Hrafnkels Sigurðssonar TF8KY frá DX-leiðangri til Seychelles eyja, sem flutt verður í Skeljanesi fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:30. Keli slóst í för með þeim Paul A65DR, Joel A65BX, Martin A65DC og Obaid A65DJ til Mahe eyju, sem er stærst í Seychelles eyjaklasanum í Indlandshafi, 1.-10. júlí 2016. Hópurinn hafði […]

,

FULLBÓKAÐ Á ARDUINO NÁMSKEIÐ HJÁ TF3VS

ÍRA gekkst fyrir nýjung í félagsstarfinu í Skeljanesi í dag laugardaginn 6. apríl. Um er að ræða grunnnámskeið með Arduino örtölvur í formi sýnikennslu og verkefna fyrir byrjendur. Leiðbeinandi var Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS. Fullbókað var á námskeiðinu, en miðað er við mest sex þátttakendur en átta voru mættir. Þegar tíðindamann bar að garði skömmu […]

,

TF3DX FÓR Á KOSTUM Í SKELJANESI

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, mætti í Skeljanes 4. apríl með erindið „Radíótækni í árdaga“. Hann fór yfir söguna (með dæmum) um hvernig frumherjarnir smíðuðu senda og viðtæki áður en lampar og transistorar voru fundnir upp. Upphaflegu radíótækin voru nefnilega vélræn (mekanísk) í grunninn, fremur en byggð á rafeindatækni á tímum þegar neistasendar voru alls ráðandi. […]

,

TF3VS: NÁMSKEIÐ UM ARDUINO ÖRTÖLVUR

Grunnnámskeið með Arduino örtölvur verður haldið í Skeljanesi laugardaginn 6. apríl. Um er að ræða sýnikennslu og verkefni fyrir byrjendur. Leiðbeinandi er Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS. Námskeiðið hefst kl. 10:00. Miðað er við að þátttakendur komi með eigin Arduino örtölvur (er ekki skilyrði) og vinni hagnýt verkefni sem nýtast í amatör radíói. Menn þurfa helst […]

,

TF3DX Í SKELJANESI: RADÍÓTÆKNI Í ÁRDAGA

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:30. Þá mætir Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, í Skeljanes með erindið „Radíótækni í árdaga.“ Vilhjálmur segir sjálfur: „Hvernig var hægt að smíða senda og viðtæki áður lampar og nórar (transistorar) voru fundnir upp? Segja má að upphaflegu radíótækin hafi verið vélræn (mekanísk) í […]