FIMMTUDAG 25. JÚLÍ, OPIÐ HÚS Í SKELJANESI
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 25. júlí. Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te, konfekt og meðlæti. Stjórn ÍRA.
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that TF3JB contributed 2405 entries already.
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 25. júlí. Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te, konfekt og meðlæti. Stjórn ÍRA.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður VHF/UHF leikanna, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 18. júlí og kynnti reglur leikanna 2019 og svaraði spurningum. Keli byrjaði stundvíslega kl. 20:30 og sýndi okkur glærur þar sem hann fór vel yfir helstu atriði og útskýrði m.a. reitakerfið, 6 klst. regluna, QSO upplýsingar, stigagjöf og margfaldara. Þá fór hann yfir sérstaka leikasíðu […]
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður VHF-UHF leikanna, mætir í Skeljanes fimmtudaginn 18. júlí og kynnir og fer yfir reglurnar fyrir leikana sem verða um næstu helgi, 20.-21. júlí. Leikurinn hefst 20. júlí kl. 00:01. Keli segist gera ráð fyrir að margir muni byrja af krafti á slaginu miðnætti. Tilkoma nýja Oscar 100 gervitunglsins hefur hvatt amatöra […]
Stjórn ÍRA samþykkti á fundi sínum nýlega, að heimila félagssjóði kaup á eftirfarandi búnaði frá Microsat í Póllandi: Microsat WX3in1 Mini APRS Advanced Digipeater/I-gate (2 stk.) PLXDigi – APRS Digipeater (2 stk.) Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, setti fram beiðni til félagsins f.h. APRS hópsins. Hann segir, að búnaðurinn muni þétta kerfið og auka gæði og notkunarmöguleika […]
Opið hús var í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 11. júlí. Að venju var mikið rætt yfir kaffinu, m.a. um mismunandi loftnet, hæð yfir jörðu, fæðilínur, útgeislun og útgeislunarhorn, kóaxkapla og tengi (enda er júlímánuður = loftnetamánuður). Einnig skoðuðu menn dót sem nýlega hefur borist félaginu frá þeim Garðari Gíslasyni TF3IC, Carl Jóhanni Lilliendahl TF3KJ og NN, sbr. […]
Ákveðið hefur verið að seinka VHF leikunum 2019 um eina viku, þ.e. til 20.-21. júlí. Leikarnir verða því ekki um næstkomandi helgi, 13.-14. júlí eins og hafði verið auglýst. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna, mun mæta í Skeljanes fimmtudaginn 18. júlí n.k., til að fara keppnisreglur og svara spurningum. Viðburðurinn verður nánar til kynningar hér […]
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 11. júlí. Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te og meðlæti. Stjórn ÍRA.
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 4. júlí. Opin málaskrá, nýjustu tímaritin og góður félagsskapur. Kaffi, te og meðlæti. Stjórn ÍRA.
Sumarið er loftnetatíminn! Þeir Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Georg Magnússon TF2LL og Óskar Sverrisson TF3DC mættu í Skeljanes 2. júlí eftir vinnu og settu upp New-Tronics Hustler 4-BTV stangarloftnet (vertíkal) fyrir TF3IRA. Loftnetið vinnur á 10, 15, 20, 40 og 80 metrum. Gengið var frá uppsetningu á nýja festingu sem TF2LL smíðaði og hluta af radíölum […]
Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 3. tölublaðs CQ TF 2019, sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Margir hafa lagt hönd á plóg og mörgum ber að þakka, en sér í lagi TF3VS sem annaðist umbrotsvinnu. CQ TF er að þessu sinni 45 blaðsíður að stærð. 73 – […]
